• Orðrómur

Ingibjörg að verða geðveik og spyr hvort þetta megi bara: „Hvaða rugl er í gangi???“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ingibjörg Björnsdóttir, fyrrum blaða- og fréttamaður, sem nú er búsett í Bretlandi er rasandi yfir Póstinum hér á landi.

„ÉG ER AÐ VERÐA GEÐVEIK Á PÓSTINUM Á ÍSLANDI!!!“ Skrifar hún í Facebook hópinn Íslendingar í útlöndum og spyr.

„Gerið þið ykkur grein fyrir því að núna fær fólk á Íslandi rukkun frá tollinum fyrir ALLAR gjafir sem þeim eru sendar að utan, þau þurfa að leysa þær út með því að borga, sækja svo um endurgreiðslu með því að sanna að um gjöf hafi verið að ræða með myndum og veseni. MÁ ÞETTA BARA???“

- Auglýsing -

Hún heldur áfram og spyr hvernig fólk eigi að vita að það sé möguleiki á endurgreiðslu. „Hvað með foreldra og ömmur og afa sem kunna ekki við að segja gefandanum að þau hafi þurft að borga fyrir gjöfina og hafa ekki hugmynd um að þau geti fengið endurgreitt.“

Auk heldur segir hún að pakkar sem hún hafi verið að senda frá Bretlandi til Íslands bíði iðulega í sjö til tíu daga í alþjóðlegu póstmiðstöðinni á Heathrow flugvelli eftir því að Pósturinn taki við ábyrgðinni á pakkanum.

„Hvaða rugl er þetta? Þetta er eins og að senda gjöf til fanga í öryggisfangelsi“, skrifar Ingibjörg.

- Auglýsing -

Hún segist að lokum ætla skrifa harðort, opið bréf til Póstsins og spyr hvort einhver vilji vera með henni í því.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -