Föstudagur 7. október, 2022
4.8 C
Reykjavik

Ingibjörg grét í 40 mínútur yfir einelti gegn föður hennar: „Síðan stóðu allir og hlógu af honum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ingibjörg Arngrímsdóttir lýsir sorglegu einelti sem aldraður faðir hennar varð fyrir í vinnu sinni í Facebook-færslu sem hefur vakið mikla athygli. Ingibjörg segir föður sinn, Arngrímur Jónsson, hafa orðið fyrir grimmu einelti vegna veikinda. Hann sé meðal duglegustu manna sem hún hafi kynnst en þrátt fyrir það hafi samstarfsmenn hans níðst á honum fyrir að vera frá vinnu vegna veikinda.

„Það er ekki oft sem ég tjái mig hérna á Facebook en þetta grætti mig. Pabbi minn var sjómaður í 44 ár þar til hann ákvað árið 2017 að nú væri kominn tími til að hvíla sjómennskuna, hann fór að vinna á bryggjunni hjá Eimskip og hefur unnið þar síðan hann sagði skilið við sjóinn og hefur líkað vel enda unnið hjá Eimskip í einhver að verða 17 ár,“ segir Ingibjörg.

Hún segir föður sinn hafi lent í slysi árið 2018 og að hann glími enn við eftirköst þess.

„Eins og margir vita lenti pabbi í hræðilegu slysi 2018 þar sem hann lá á gjörgæslu í u.þ.b viku og við tók langt og strangt bataferli . Hann mátti ekki vinna í rúmlega eitt ár og það tekur mikið á menn sem hafa unnið alla sína tíð. En pabbi glímir enn við eftirköst af slysinu í dag. Núna í haust byrjaði pabba að hraka verulega í heilsunni og hefur verið lagður 4x inná spítala og liggur meðal annars inni núna,“ segir Ingibjörg.

Hún segir þetta svo mikla niðurlægingu að henni hafi sárnað inn að hjartarótum.

„Í gær mætti hann til vinnu hálf slappur enda hörkutól sem ætlar að harka allt af sér og hlustar sjaldan á það þegar honum er sagt að slaka á eins og svo margir af gamla skólanum gera. Þegar pabbi fer inní skúrinn í vinnunni taka á móti honum karlar og hann boðinn velkominn til vinnu með bikar sem stendur á ,,til hamingju þú mættir í 4 daga til vinnu í síðustu viku”. Síðan stóðu allir og hlógu af honum. Niðurlægingin svo mikil að mér sárnaði inn að hjartarótum vitandi af pabba í þessum aðstæðum og vitandi best að hann myndi gera allt fyrir góða heilsu og það hefur verið nógu erfitt fyrir okkur fjölskylduna að horfa uppá pabba svona veikan,“ segir Ingibjörg.

- Auglýsing -

Hún hafi grátið og grátið þegar hann frétti af þessu. „Ég grét held ég í 40 mínútur þegar ég frétti af þessu. Að það sé í alvörunni tekið svona á móti honum eftir allt sem undan er gengið, hann leikur sér ekki af því að mæta ekki í vinnuna, að vinna er það skemmtilegasta sem hann gerir og heldur honum gangandi, án vinnunar er hann ómögulegur,“ segir Ingibjörg.

Ingibjörg segir föður sinn hörkuduglegan. „Pabbi minn er duglegasti maður sem ég hef nokkurn tímann kynnst og ég vona að þessir menn sem voru inn í þessum skúr í gær sjái að sér. Þeir vita ekkert hvað hefur farið fram inn um veggi spítalans og hafa ekki hugmynd um hvort það sem hann er að kljást við sé gott eða illt. Veit að þetta er ekki vinnu umhverfi sem Eimskip stendur fyrir enda höfum við bara góða reynslu af því, en svona framkoma eftir öll þessi ár og erfiðisvinnu er sorgleg og mikið vona ég að það verði tekið á þessu sem allra fyrst,“ segir hún.

Mannlíf hefur óskað eftir viðbrögðum frá Eimskip vegna málsins.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -