Föstudagur 20. maí, 2022
11.8 C
Reykjavik

Ingibjörg hætti óvænt eftir baráttu við myglu: Hafdís er orðin skólastjóri Fossvogsskóla

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Skólastjóri Fossvogsskóla, Ingibjörg Ýr Pálmadóttir hefur látið af störfum. Tilkynnti Ingibjörg starfsfólki sínu þetta á fundi í gær. Mygla hefur herjað á starfsfólk og nemendur skólans undanfarið.

Nýr skólastjóri hefur þegar tekið við stöðu Ingibjargar en er það Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir en starfaði hún síðasta árið á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs.

Framkvæmdir hafa staðið yfir á húsnæði Fossvogsskóla frá því að Ingibjörg hóf störf. Þá hefur mætt mikið á starfsfólki og nemendum skólans vegna myglu sem fannst í skólanum sem varð til þess að færa þurfti kennsluna í önnur hús.

Hvorki náðist í Hafdísi né Ingibjörgu við gerð fréttar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -