Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Ingvar Jóel horfðist í augu við dauðann:„Leið eins og ég væri á fleygi­ferð inni í ein­hverju rými“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þeir náðu mér til baka eft­ir 93 sek­únd­ur. Ég horfði beint í and­litið á lækn­in­um þegar ég vaknaði og sá í aug­un­um að hann var skelf­ingu lost­inn,“ segir heljarmennið Ingvar Jóel Ingvarsson, í samtali við mbl.is.

Ingvar hafði farið í hjarta­stopp í aðgerð, þar sem skipt var um hjarta­loku, og sett­ur í hann gangráður; mun smærri aðgerð, og sjúk­ling­ur­inn vak­andi á meðan; nema hvað hjartað í Ingvari stöðvaðist þá öðru sinni.

Roslaeg lífsreynsla hjá Ingvari, og eins og hann segir þá er það „ekk­ert bull í bíó­mynd­un­um þegar sjúk­ling­ur­inn tek­ur mik­il and­köf við svona aðstæður. Ég heyrði bein­líns í sjálf­um mér þegar ég náði and­an­um aft­ur. Það voru sjö kandí­dat­ar inni á stof­unni og ég held að þau hafi öll þurft áfalla­hjálp. Það þurfti að brjóta mig all­an upp og það smell­ur enn þá í bring­unni á mér. Þeir kalla það trausta­bresti,“ seg­ir Ingvar.

Man Ingvar eitthvað eftir þessu hræðilega „mómenti“ í lífi sínu?

„Mér leið eins og ég væri á fleygi­ferð inni í ein­hverju rými. Allt var ljós­grátt og rýmið fullt af glugg­um og hurðum sem öll voru lokuð. Mér leið eins og að ég sæti í stól sem hring­sner­ist og væri að leita að út­göngu­leið. Hana fann ég ekki enda allt lokað. Ekki hefði þurft að spyrja að leiks­lok­um hefði gluggi eða hurð verið opin.“

Ingvar segir að einn lækn­anna á staðnum hafa spurt sig hvort hann hefði séð eitt­hvað að hand­an:

- Auglýsing -

„Ég lýsti þessu fyr­ir hon­um og að því loknu kom stutt þögn. Síðan sagði hann: „Þú dóst ekki nógu mikið, Ingvar!““

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -