Sunnudagur 1. október, 2023
9.1 C
Reykjavik

Innanflokksátök bitna á starfinu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fékk ekki sæti á lista flokksins fyrir kosningar í vor, eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir Eyþóri Arn­alds í odd­vitakjöri. Hún segist eiga nóg inni í stjórnmálunum og stefnir ótrauð áfram.

„Núna er maður bara að klára þetta kjörtímabil, það er ekki alveg búið, það eru tveir, þrír mánuðir eftir,“ segir Áslaug Frið­riksdóttir, fráfarandi borg­arfulltrúi Sjálfstæðisflokks­ins.

Áslaug verður ekki á lista flokksins fyrir borgarstjórn­arkosningarnar í maí eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir Eyþóri Arnalds í oddvitakjöri í janúar. Í kjölfarið vann kjörnefnd að uppstillingu í önnur sæti þar sem tillaga um hana í 2. sætið var felld í kosningu í nefndinni. „Ég sóttist eftir því að taka 2. sætið á listanum en það var fellt.“ Henni var ekki boðið sæti neðar á listanum. Það liggur því fyrir að hún mun fara í önnur störf eftir kosningarnar.

„Ég held að ég taki mér smáfrí og svo fer ég bara að huga að nýjum verkefnum. Það er rosalega mikið að breytast hjá mér í einu. Ég er að skilja, ætla að fara að flytja og við þetta bætist að skipta um vinnu. Þannig að það verður mikið að gerast hjá mér næstu mánuði,“ segir Áslaug.

Hún segir samt að það sé ekki stórmál að hætta í borgarstjórn, stjórnmálamenn viti aldrei hvað verður á næsta kjörtímabili og séu meðvitaðir um það að allt geti breyst. „Maður getur ekki gengið að neinu vísu í pólitík og þarf auðvitað alltaf að sækja umboð kjósenda sinna.“

Ýtt út

Áslaug ætlar að taka sér smá frí frá stjórnmálum.

Áslaug sóttist eftir því að halda áfram í borgarmálunum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún lenti í öðru sæti í odd­­vita­­kjör­­inu en var ekki boðið að taka sæti á lista. Margir voru hissa á því að aðeins einn núverandi borgarfulltrúa, Marta Guðjónsdóttir, fengi sæti á listanum en bæði Áslaug og Kjartan Magnússon væru þar hvergi sjáanleg.

„Ég varð fyrir vonbrigðum með þau vinnubrögð sem áttu sér stað við uppstillingu listans. Um leið og það var tek­­in ákvörðun um að fara ekki í almennt prófkjör heldur oddvita­­kjör þá vissi ég að útkoman yrði tvísýn fyrir mig. Þar sem þessi leið hafði ekki áður verið farin voru leikreglur ekki skýrar og því mikil áhætta að gefa kost á sér í leiðtoga­kjörinu. Hins vegar held ég að við Kjartan höfum bæði metið það svo að þátttaka í leiðtogaprófkjörinu myndi ekki bitna á möguleika okkar á því að skipa sæti á listanum enda var ítrekað lögð áhersla á að þarna væri aðeins verið að velja þann sem myndi skipa fyrsta sætið. Einnig var ljóst að nægt rými var til að til að bæta við hópinn. Við vorum bara þrjú eftir borgarfulltrúar flokksins og líklegt að hópurinn myndi stækka með fjölgun borgarfulltrúa. Ég get því ekki tekið undir þær skýringar formanns kjörnefndar að niðurstaða leiðtogaprófkjörsins þýddi að við Kjartan hefðum ekki haft stuðning flokksmanna til að vera á listanum því kallað væri eftir meiri endurnýjun.“

- Auglýsing -

Áslaug prýðir forsíðu nýjasta heftis fríblaðsins Mannlífs. Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni með því að lesa netútgáfu Mannlífs, en viðtalið allt verður einnig hægt að lesa á vefsíðu Kjarnans.

Texti / Fanney Birna Jónsdóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir
Förðun / Elsa Kristinsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -