• Orðrómur

Innbrotsþjófar sökuðu Jarþrúði um nasisma: „Okkur grunar að þetta sé einhver úr Mosó“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Þekkir þú þessa skrift eða fótspor? Það var mjög sár og sorgleg aðkoman þegar við komum upp í sumarhúsið okkar upp við Varmá í gær.Það var búið að brjótast inn og brjóta 13 rúður og framhlið gróðurhússins. Það var búið að kveikja á eldspítum og kasta á gólfið út um allt hús. Það var líka búið að tæma slökkvitæki og sprauta um alla stofuna og ganginn þannig að allt gólf og húsgögn voru þakin hvítu dufti. Dreifa olíu og mat um eldhúsið, opna pakkningar og sulla með það.“

Þetta skrifar Jarþrúður Gian Tara Karlsdóttir en hún leitar eftir aðstoð íbúa í Mosfellsbæ á Facebook við að upplýsa hver braust inn í bústað hennar. Ódámarnir skildu meðal annars eftir skilaboð sem sjá má hér fyrir ofan. Þar er hún sökuð um nasisma en málfar virðist benda til þess að íslensk ungmenni hafi skrifað skilaboðin.

„Það var líka búið að brjóta nokkra gamla muni sem hafa verið í fjölskyldu kærasta míns lengi og taka aðra hluti með sér. Hluti sem eru ekki verðmætir en hafa fyrst og fremst persónulega merkingu. Það er líka mjög leiðinleg og erfið vinna að ná blettum eftir slökkvitækið úr sófunum, teppum og gömlu timbri. Eins er líka erfitt að hreinsa upp allt þetta magn af glerbrotum sem hafði líka skorið gat á terpentínu og grillvökva flösku í kjallaranum. Þetta lítur út fyrir að hafa verið unglingar eða ungt fólk að verki,“ segir Jarþrúður.

- Auglýsing -

Hún segist vilja ná tali af þeim sem þetta gerðu, og þá ekki til að kæra til lögreglu. „Okkur langar mjög mikið til að hafa uppi á þeim sem gerðu þetta, ekki til að kæra heldur til að hjálpa þeim að læra hvaða afleiðingar svona hlutir hafa. Það er svo slæmt fyrir ungt fólk að ná að gera svona hluti án þess að þau finni fyrir og sjái afleiðingarnar sem svona hefur. Það sem tekur enga stund að skemma tekur marga daga að hreinsa og laga, ef það er það er þá hægt. Þetta hefur líka áhrif á öryggistilfinningu okkar í húsinu,“ segir Jarþrúður.

Henni grunar að unglingar úr Mosfellsbæ beri ábyrgð á þessu. „Ef þau hefðu óvart kveikt í við leikinn með eldspíturnar í gömlu timburhúsi í þá hefði þetta getað endað sem alvarlegur glæpur. Okkur grunar að þetta sé einhver úr Mosó þar sem þessi staður er ekki vel aðgengilegur úr bíl, það þarf að labba í að minnsta kosti korter til að koma að húsinu. Stafsetningavillurnar í enskunni benda líka til að þetta séu íslendingar. Ég veit að mínum krökkum finnst mjög gaman að tala íslensku í leik. Þið megið endilega senda mér skilaboð með ábendingum svo við getum haft uppi á þeim sem gerðu þetta,“ skrifar Jarþrúður.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -