Föstudagur 29. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

15 sagt upp í Hádegismóum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimmtán starfsmönnum Árvakurs, sem m.a. gefur út Morgunblaðið og heldur úti mbl.is, hefur verið sagt upp störfum. Þetta staðfesti Guðmundur Sv. Hermannsson, fréttastjóri á Morgunblaðinu, í samtali við Fréttablaðið.

Meðal þeirra sem sagt var upp voru Anna Lilja Þórisdóttir, blaðamaður á mbl.is og fyrrverandi aðstoðarfréttastjóri á Morgunblaðinu, og Anna Sigríður Einarsdóttir, blaðamaður mbl.is. Þá greinir Vísir frá því að Emilíu Björnsdóttur, yfirmanni ljósmyndadeildar, hafi verið sat upp en hún hafi starfað á Morgunblaðinu frá 1974.

Blaðamenn mbl.is sendu frá sér yfirlýsingar á dögunum þar sem þeir lýstu vonbrigðum með meint verkfallsbrot samstarfsmanna sinna og lausapenna, sem skrifuðu fréttir sem birtust á vefnum á meðan verkfallsaðgerðir stóðu yfir. Brotin voru kærð til félagsdóms.

Anna Lilja og Anna Sigríður voru meðal þeirra sem skrifuðu undir yfirlýsingarnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -