Miðvikudagur 27. september, 2023
8.7 C
Reykjavik

240 nemendur ferjaðir milli hverfa vegna myglu: „Það sprakk rör í kjall­ara“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ekkert lát virðist vera á mygluðum skólum í Reykjavík.

Tæplega helmingur nemenda Hólabrekkuskóla þarf að mæta í Grafarvog til að geta sinnt námi sínu en börnin sem ganga í Hólabrekkuskóla eru flest úr Breiðholti. Verður nemendum í 6. til 10. bekk ferjað í Korpuskóla í Grafarvogi með rútum. Ástæða þess eru mygluskemmdir í Hólabrekkuskóla.

„Við vor­um svo hepp­in að fá að fara yfir í Korpu­skóla. Við erum í fjór­um hús­um og það er verið að taka tvö hús í gegn núna,“ sagði Lovísa Guðrún Ólafs­dótt­ir, skóla­stjóri Hóla­brekku­skóla, í sam­tali við mbl.is, um málið.

„Þetta byrjaði síðasta haust. Það sprakk rör í kjall­ara í hús­næðinu og það myndaðist raki í einni álm­unni. Í kjöl­far þess voru fleiri rými skoðuð og það kom í ljós að það væru raka­skemmd­ir á fleiri stöðum og þá fór bolt­inn að rúlla,“ sagði Lovísa.

„Það var tek­in ákvörðun í vor, að það ætti að fara í þess­ar fram­kvæmd­ir. Þá var Korpu­skóli akkúrat að losna og það voru eng­in hús­næði í ná­grenn­inu sem gátu verið góður kost­ur. Þá ákváðu svið Reykja­vík­ur­borg­ar að við mynd­um fá Korpu­skóla,“ en talið er að framkvæmdirnar í Hólabrekkuskóla muni taka nokkur ár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -