Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

350 milljónir í stuðning við einkarekna fjölmiðla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ríkisstjórnin hyggst styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna þess mikla tekjutaps sem miðlarnir hafa orðið fyrir samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. Þetta kemur fram á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins

Þer segir að verið sé að vinna að reglugerð um úthlutun stuðningsins. Gert er ráð fyrir því að fjölmiðlar sæki um stuðning með formlegum hætti og stuðningurinn taki mið af launakostnaði fjölmiðla vegna fréttamiðlunar. Þak verður sett á fjárhæð styrkja til einstakra fjölmiðla, svo stuðningurinn nýtist bæði stórum og litlum miðlum.

„Það er samfélagslega mikilvægt að tryggja vandaða fjölmiðlun í landinu og með þessu styðjum við reksturinn og aukum atvinnuöryggi blaðamanna. Þótt tekjur fjölmiðla hafi dregist verulega saman hefur spurn eftir þjónustu þeirra stóraukist. Fjölmiðlar hafa því ekki getað dregið saman seglin eða nýtt sér hlutabótaleiðina á sama hátt og mörg þeirra fyrirtækja sem misst hafa stóran hluta tekna sinna. Það kallar á sérstök viðbrögð,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í tilkynningu á vef ráðuneytisins.

Þar segir að nánari upplýsingar um úthlutunarreglur verði veittar um leið og reglugerð þar um liggur fyrir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -