Miðvikudagur 24. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

42 ára kona lést sólarhring eftir útskrift af bráðamóttöku LSH

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

42 ára gömul kona lést á föstudag, sólarhring eftir að hún var útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans. Málið er komið í farveg innan spítalans, og verið að skoða hvort álag þar hafi haft eitthvað með málið að gera, eins og segir á vef RÚV.

Embætti Landlæknis hafði ekki borist tilkynning um atvikið í morgun.

Samkvæmt fréttastofu RÚV var konan flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku á fimmtudaginn en talið var að hún hefði fengið blóðsýkingu. Konan var orðin máttvana og átti bæði mjög erfitt með gang og með að hreyfa hendur. Hún var send heim í hjólastól, nokkrum klukkustundum eftir komuna á bráðamóttökuna. Konan lést á heimili sínu á föstudagsmorgun.

„Álagið á Bráðamóttöku hefur verið með minna móti frá því að Covid-19 faraldurinn hófst, en auðvitað kann að vera að einhver álagstoppur hafi haft áhrif, en það bíður nánari skoðunar,“ segir í skriflegu svari spítalans við fyrirspurn fréttastofu RÚV.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -