2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

45 þúsund hafa skráð sig á póstlista PLAY

Á rúmri viku hafa 45.000 einstaklingar skráð sig á póstlista nýja flugfélagsins PLAY. Þeir sem hafa skráð sig á póstlistann fengu tölvupóst fyrr í dag þess efnis að sala flugmiða mun hefjast bráðlega.

Í póstinum mátti einnig finna leiðbeiningar um hvernig fólk getur freistað þess að finna frímiða á vef PLAY en forsvarsmenn flugfélagsins ætla að gefa 1.000 flugmiða þegar sala hefst.

„Þegar við höfum opnað fyrir sölu getur þú farið inn á heimasíðuna okkar www.flyplay.com og bókað flug á undan öllum öðrum. Í bókunarvélinni eru 1.000 frímiðar og það er fyrstur kemur, fyrstur fær,“ segir í fréttabréfinu sem var sent út í dag.

Þá fylgja leiðbeiningar þar sem kemur m.a. fram að frímiðar verða faldir á völdum dagsetningum í bókunarvélinni og tekið er fram að sá sem finnur frímiða á vef PLAY gæti þurft að greiða fullt gjald fyrir flug til baka.

AUGLÝSING


Sjá einnig: PLAY gefur 1.000 flugmiða

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum