55 ára sögu Nóatúns lýkur – 30% afsláttur af öllu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Á föstudaginn, 14. ágúst, lokar verslun Nóatúns í Austurveri en sú verslun er sú eina sem eftir er af Nóatúnsverslununum. Þar með lýkur 55 ára sögu Nóatúns.

Þess vegna er 30% afsláttur af öllu sem þar er til en skellt verður í lás að kvöldi föstudags. Taka þá við heilmiklar framkvæmdir því til stendur að opna Krónuna í sama húsnæði.

Eflaust munu margir sakna Nóatúns því helsta skrautfjöður þeirra hefur alla tíð verið glæsilegt kjötborð, auk ýmissa sérvara. Þó eru nokkrar verslanir enn til sem státa af fínu kjötborði og má þar nefna Fjarðarkaup og Melabúðina.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira