Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
10.8 C
Reykjavik

700 jarðskjálftar á Reykjanesskaga frá miðnætti – Grindavík lék á reiðiskjálfi

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Margir íbúar höfuðborgarsvæðisins og víðar vöknuðu um hálf sjö leytið í morgun en þá reið yfir öflugur jarðskjálfti að stærðinni 4,7. Stöðug skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í nótt og hafa mælst um 700 jarðskjálftar frá miðnætti. Að sögn náttúruvásérfræðings eru enn engin merki um gosóróa.

Í samtali við ruv.is segir Salóme Jórunnar-Bernharðsdóttir náttúruvásérfræðingur á Veðurstofunni að skjálftinn í morgun hafi átt upptök sín norðaustur af Fagradalsfjalli. Fyrstu tölur hafi bent til að hann væri um 4,9 á stærð. Allnokkrir skjálftar stærri en fjórir hafa einnig mælst í nótt. Þá segir jafnframt í fréttinni:

Rétt fyrir klukkan fimm mældist skjálfti af stærðinni 4,4 en í aðdraganda hans mældust fáeinir af stærðinni milli tveir og þrír. Milli klukkan fimm og sex mældust öllu minni og færri skjálftar en fyrr í nótt samkvæmt því sem fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Jarðskjálfti af stærðinni 4,3 reið yfir þegar klukkan var tæpan stundarfjórðung gengin í fjögur. Hann átti upptök sín við suðurenda Fagradalsfjalls og fannst víða. Klukkan nítján mínútur fyrir fjögur varð skjálfti af stærðinni 4,2 norðvestur af fjallinu Þorbirni.

Þess skjálfta varð vart á Suðurnesjum. Stærsti skjálftinn í yfirstandandi hrinu er 5,4 sem varð um klukkan sex í gær og olli nokkrum usla og uppnámi í Grindvík sem lék á reiðiskjálfi. Þar hrundu hlutir úr hillum og munir skemmdust. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -