Þriðjudagur 25. janúar, 2022
4.8 C
Reykjavik

9 milljónir farnar í pálmatréð í Vogabyggð

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ákveðið hefur verið að fækka Pálmatrjánum sem rísa áttu sem listaverk á vegum Reykjavíkurborgar í Vogabyggð, úr tveimur í eitt. Þessu er greint frá á RÚV.

Þetta kom fram í svari starfandi sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins í gær, á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Í svarinu kom einnig fram að kostnaður vegna undirbúnings listaverksins næmi 8,9 milljónum króna en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir 9,2 milljónum króna. Inni í þeirri tölu er forval, kynningarfundir og þóknun til dómnefndar sem og listamannsins sem hannaði verkið.

Umdeilt verk

Listaverkið hefur verið umdeilt. Málið komst í hámæli á sínum tíma, eftir að þýski listamaðurinn Karin Sander bar sigur úr býtum í samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð, en niðurstaða dómnefndar keppninnar var kynnt á Kjarvalsstöðum þann 29. janúar árið 2019.

Listaverkið er hannað með það í huga að tveimur pálmatrjám sé komið fyrir í stórum, turnlaga gróðurhúsum og frá þeim stafi ljós og hlýja. Flytja átti trén frá Suður-Evrópu.

Ýmsir voru mótfallnir því að flytja pálmatré í aðstæður þar sem þau myndu mögulega ekki lifa af – enda ljóst að íslenskt veðurfar og birtustig eru ekki kjöraðstæður fyrir hitabeltisplöntur. Það var hins vegar útskýrt að inni í gróðurhúsaturnunum yrði hiti, ljós og raki í því magni sem trén þyrftu.

Þá var farið að rökræða orkukostnað borgarinnar við að halda lífi í tveimur pálmatrjám, sem og verðið á gróðurhúsunum sjálfum. Kostnaðurinn við listaverkið átti að vera um 140 milljónir króna. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins settu sig upp á móti verkefninu og vildu að áformin yrðu endurskoðuð.

Raunhæfismat

- Auglýsing -

Verkið var að lokum sent í raunhæfismat og eins og áður sagði hefur trjánum nú verið fækkað úr tveimur í eitt. Þessu var raunar greint frá í Morgunblaðinu í október, en Þórdís Lóa Þórhallsddóttir, formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur þvertók fyrir að nokkrar slíkar ákvarðanir hefðu verið teknar, þegar hún ræddi málið við blaðamann Mannlífs.

„Málið var sett í raunhæfismat og það er þar enn þá. Það er algjör misskilningur að það sé komið úr því,“ sagði Þórdís Lóa þann 21. október.

Raunhæfismatið sem borgin réðist í nam 1,2 milljónum króna.

- Auglýsing -

Nú virðist ákvörðun loks liggja fyrir og borgarbúar geta því farið að bíða eftir Pálmatrénu umtalaða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -