2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Á sjötta hundrað farþegar í fjöldahjálparstöðinni

Yfir 500 flugfarþegar komu í fjöldahjálparstöðina, sem Rauði krossin opnaði í íþróttahúsinu í Reykjanesbæ, í nótt, bæði farþegar sem eiga morgunflug í dag og þeir sem fara af landi brott seinni part dags.

Um 180 manns þurftu að gista í fjöldahjálparstöðinni í Reykjanesbæ í nótt og voru flestir þeirra farþegar á leið í Ameríkuflug, en eins og kunnugt er var stöðin opnuð þegar ófært varð milli Suðurnesja og Reykjavíkur. Á RÚV er greint frá því að aftakaveður hafi verið á Suðurnesjum í gær og Reykjanesbraut lokuð. Þar kemur fram að veginum frá Fitjum að flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli var lokað og um tíma var fjöldi bíla fastur.

Jón Guðmundsson, sem stjórnar aðgerðum Rauða krossins í fjöldahjálparstöðinni, sagði í samtali við RÚV fyrr í morgun að eins og staðan væri þá væru 150 manns á stöðinni, en reiknað er með að hægt verði að loka stöðinni um klukkan 11.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum