Á dögunum æfði áhöfnin á varðskipinu Þór viðbrögð við því ef maður fellur fyrir borð. Aðeins fjórir úr áhöfninni vissu af æfingunni fyrirfram.

Ljósmynd: lhg.is
Fram kemur á vefsíðu Landhelgisgæslunnar að æfing hafi farið fram hjá varðskipinu Þór þar sem viðbrögð við því að menn féllu frá borði. Aðeins þeir tveir sem létu sig falla í sjóinn, skipherrann og hásetinn um borð, vissu af æfingunni fyrirfram.

Ljósmynd: lhg.is
Á meðfylgjandi myndskeiði, sem sjá má neðst í fréttinni, má sjá hvernig Þór fjarlægist hratt mennina tvo sem svamla í sjónum en samkvæmt vefsíðu Gæslunnar voru handtök áhafnarinnar á Þór snör þegar henni var tilkynnt að tveir væru í sjónum og voru þeir komnir um borð í létt bát varðskipsins einungis rúmum fjórum mínútum eftir þeir fóru í sjóinn.

Ljósmynd: lhg.is
Segir ennfremur á vefsíðunni að æfing sem þessi sé mjög mikilvæg og að hún hafi gengið sérstaklega vel en hún fór fram í nágrenni Vestmannaeyja.