Miðvikudagur 22. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Aðeins fjórir úr áhöfn Þórs vissu af æfingu þar sem tveir féllu í sjóinn – Sjáðu myndskeiðið

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Á dögunum æfði áhöfnin á varðskipinu Þór viðbrögð við því ef maður fellur fyrir borð. Aðeins fjórir úr áhöfninni vissu af æfingunni fyrirfram.

Eiríkur Bragason, yfirstýrimaður á Þór, stekkur í sjóinn.
Ljósmynd: lhg.is

Fram kemur á vefsíðu Landhelgisgæslunnar að æfing hafi farið fram hjá varðskipinu Þór þar sem viðbrögð við því að menn féllu frá borði. Aðeins þeir tveir sem létu sig falla í sjóinn, skipherrann og hásetinn um borð, vissu af æfingunni fyrirfram.

Skipverjarnir horfa á eftir varðskipinu Þór.
Ljósmynd: lhg.is

Á meðfylgjandi myndskeiði, sem sjá má neðst í fréttinni, má sjá hvernig Þór fjarlægist hratt mennina tvo sem svamla í sjónum en samkvæmt vefsíðu Gæslunnar voru handtök áhafnarinnar á Þór snör þegar henni var tilkynnt að tveir væru í sjónum og voru þeir komnir um borð í létt bát varðskipsins einungis rúmum fjórum mínútum eftir þeir fóru í sjóinn.

Mönnunum bjargað um borð í léttbátinn.
Ljósmynd: lhg.is

Segir ennfremur á vefsíðunni að æfing sem þessi sé mjög mikilvæg og að hún hafi gengið sérstaklega vel en hún fór fram í nágrenni Vestmannaeyja.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -