Miðvikudagur 27. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Aðeins hluti fjármuna Ofanflóðasjóðs nýttur til uppbyggingar ofanflóðavarna: „Það heita einfaldlega svik“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fátt er jafn ofarlega í hugum fólks og umræðunni þessa vikuna eins og snjóflóðin sem féllu á Flateyri og Suðureyri á þriðjudagskvöldið.

Í leiðara Mannlíf í dag spyr Friðrika Benónýsdóttir um hvað hafi orðið um fjármuni Ofanflóðasjóðs.

„Það skýtur því óneitanlega skökku við þegar fram kemur í umfjöllun um hamfarirnar að aðeins lítið brot af þeim peningum sem húseigendur greiða í formi skatts sem nýta á til ofanflóðavarna skuli skila sér í uppbyggingu slíkra varna. Og enn óhuggulegri verður sú staðreynd þegar í ljós kemur að Halldór Halldórsson, sem á sæti í ofanflóðanefnd, hefur árum saman reynt að fá stjórnmálamenn til að gera bragarbót í þessum efnum en talað fyrir daufum eyrum alþingismanna.“

Segir Friðrika óásættanlegt að skatturinn sem húseigendur hafi greitt í góðri trú um að þeir séu að tryggja sig fjárhagslega sé notaður í eitthvað annað. „Það heita einfaldlega svik.“ Bætir hún við að svo virðist sm enginn stjórnmálamaður virðist geta gefið skýringu á fjármunina, því og bendir á að aðeins einn þriðji af þeim fjármunum sem skila sér í Ofanflóðasjóð á ári hverju er nýttur til uppbyggingar ofanflóðavarna. Kemur það fram í viðtali við Halldór í Fréttablaðinu.

„Það er ansi merkingarlaust að senda góðar kveðjur og gefa yfirlýsingar í þá átt að við séum öll Vestfirðingar á degi eins og þessum þegar við blasir sú staðreynd að þrátt fyrir lagasetningu og skatt sem tryggja á uppbyggingu varna draga þingmenn lappirnar og virðast, að sögn Halldórs, hafa sáralítinn áhuga á að framfylgja stefnunni sem mörkuð var eftir hamfarirnar 1995.“

Kippt aftur til ársins 1995

- Auglýsing -

Atburðir vikunnar rifja upp atburði ársins 1995 þegar snjóflóð féllu á Flateyri og Súðavík og kostuðu mörg mannslíf, auk eignatjóns.

„Snjóflóðin höfðu djúp áhrif á alla þjóðina og á andartaki var okkur kippt aftur til ársins 1995 og hinna hræðilegu daga þegar snjóflóðin á Flateyri og Súðavík kostuðu fjölda mannslífa,“ segir Friðrika og bætir vð að enginn geti hugsað þá hugsun til enda hvernig farið hefði ef varnargarðarnir væru ekki til staðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -