Þriðjudagur 26. september, 2023
10.3 C
Reykjavik

Aðstoðar björgunarsveitina með dróna við eldgosið: „Það ætti að vera meira af lögreglu á svæðinu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ísak Atli Finnbogason, einn færasti drónaflugmaður landsins, var með þeim fyrstu sem mættu á gossvæðið. Ísak Atli hefur náð ótrúlegu myndefni af gosinu og notar drónann sinn til að hjálpa lögreglu með eftirlit á svæðinu.

„Gosið hófst klukkan 16:40 og ég var kominn að því um 19:00. Munurinn á leiðinni að þessu gosi og hinu er að það er mest megnis nokkuð sléttur vegslóði alla leiðina, hentar vel fyrir þá sem eiga góð fjallahjól með góðum dekkjum. Þetta eru um það bil 10 km aðra leiðina þannig að fyrir þá sem eru fótgangandi þá er heill dagur sem fer í þetta myndi ég segja,“ sagði Ísak Atli í samtali við Mannlíf. 

Sumt fólk hefur harðlega gagnrýnt viðbrögð yfirvalda þegar kemur að umferðarstjórnun og aðgengi að gosinu. „Mér finnst þau almennt hafa staðið sig nokkuð vel, það er mjög erfitt að stýra þúsundum manns sem vilja öll fara eins nálægt og eins fljótt að eldgosinu og þau geta. Það sést mjög lítið af lögreglu á bílastæðum eða við gosið, nánast einungis björgunarsveitafólk sem er í sjálfboðavinnu. Mér persónulega finnst að það ætti að vera meira af lögreglu á svæðinu svo fólk taki fyrirmælum betur,“ sagði Ísak um málið. 

„Eins og staðan er í dag þá var 2022 gosið talsvert betra fyrir þá sem vildu kíkja og sjá gosið nálægt, það var hægt að vera uppi á hólum allstaðar í kring og hægt að sjá mjög vel ofan í gíginn frá öruggum stað. Í þessu gosi þá er talsvert erfiðara fyrir fólk að fá gott útsýni frá öruggu svæði,“ sagði Ísak um samanburðinn á nýja eldgosinu við þau eldri.

Eldgosaáhugamenn víða um heim hafa reynt að sjá efni frá gosinu á netinu þar sem þeir komast ekki til landsins og hefur Ísak orðið mjög var við það.

„Ég hef fengið ótalmörg email og skilaboð þar sem fólk allstaðar frá heiminum er að útskýra hversu þakklát það er fyrir að ég sé að senda svona góðar klippur út í beinni útsendingu. Það eru svo margir sem geta ekki komist að gosinu, bæði vegna þess að þau hafa ekki efni á að ferðast, komast ekki vegna vinnu eða hafa einfaldlega ekki getuna til að labba yfir 20 km á einum degi til að sjá gosið. Svona útsending hefur aldrei verið gerð áður í heiminum svo ég viti til. Ég held að það sé bara allur heimurinn að fylgjast með, fékk það meira að segja staðfest að fólk er að horfa á útsendinguna frá Suðurskautslandinu, ég verð bara að halda áfram meðan ég get.“ 

- Auglýsing -

„Hár shutter & hátt frame-rate er eitthvað sem ég fýla þegar ég er að taka upp við gosið, ekki flýta þér of mikið og taktu frekar lengri klippur með mýkri hreyfingum. Passaðu þig að ekki stoppa drónann of nálægt, beint fyrir ofan gíginn eða glóandi hraun, hiti leitar upp sem verður til þess að linsan eða dróninn getur bráðnað,“ sagði Ísak um lykilatriði við að mynda eldgos með dróna.

Einnig hefur Ísak verið að aðstoða björgunarsveitina og lögregluna á svæðinu, sem horfa á beinar útsendingar Ísaks frá svæðinu. Vilji þessir aðilar fá að sjá eitthvað ákveðið hafa þeir samband við Ísak sem flýgur þá þangað sem þeir vilja.

Hægt er að horfa á myndbönd Ísaks á Youtube-rás hans

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -