Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Ævareiður ökumaður ógnaði gangandi vegfaranda með priki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Töluvert var um umferðalaga- og fíkniefnabrot seinnipartinn í gær og nótt samkvæmt dagbók lögreglu á höfuðborgarsvæðinu.

Á áttunda tímanum í gærkveldi barst tilkynning til lögreglu um götuslagsmál milli tveggja ævareiðra manna í austurhluta borgarinnar. Ökumaður hafði stöðvað bifreið sína þegar gangandi vegfarandi gekk í veg fyrir hana. Ökumaðurinn taldi rétt til að stíga út úr bifreið sinni og ræða við manninn en endaði samtalið í slagsmálum. Náði ökuþórinn þá í prik í bifreiðina og var með ógnandi tilburði gagnvart þeim gangandi. Ökumaðurinn fékk sár á augabrúnina og var gert að því á Bráðadeild Landspítalans. Lögreglan tók skýrslur  af mönnunum.

Laust fyrir klukkan eitt í nótt var tilkynnt um líkamsárás við Norðlingaskóla. 17 ára piltur með áverka á höfði var á vettvangi og hann fluttur á Bráðadeild til aðhlynningar. Móður árásarþola var tilkynnt um stöðuna og ætlaði hún að fara á Bráðadeild. Hópur unglinga var á vettvangi og en samkvæmt vitnum var árásaraðili farinn á bak og brott. Barnaverndaryfirvöldum verður tilkynnt um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -