Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
10.8 C
Reykjavik

Afdrifaríkt grín Más gæti endað með sýn: „Hann tjáði mér í fúlustu alvöru að hann myndi hjálpa mér“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sundkappinn og söngvarinn Már Gunnarsson, sem flestir þekkja úr Söngvakeppni sjónvarpsins, gæti endað á að fá betri sjón þökk sé sprelli. Hann spurði lækni, í gríni, hvort þeir ætluðu ekki að fara að lækna sjúkdóm hans, LCA. Læknirinn svaraði grínlaust að hann myndi redda honum. Már greinir frá þessu á samfélagsmiðlum.

„Í gegnum tíðina hefur því af og til verið fleygt fram að vonandi einhvern tímann í fjarlægri framtíð verði hægt að bæta eða lækna sjónina mína. Maður hefur kurteisislega brosað, kinkað kolli og sagt já já, án þess að þora að vona eða búa til væntingar fyrr en nú,“ segir Már sem fæddist með sjúkdóminn LCA sem veldur því að sjón hans fer hrakandi með árunum.

Hann segir svo atvikinu afdrifaríka. „Um daginn var ég að syngja á alþjóðlegri augnlæknaráðstefnu og spurði í gríni einn augnlækninn- hvenær ætlið þið að fara að lækna þetta LCA. Ég bjóst við gríni til baka enn hann tjáði mér í fúlustu alvöru að gríðarlega margt væri að gerast, hann myndi hjálpa mér og að við ættum að heyrast betur eftir ráðstefnuna,“ segir Már.

Hann er nú að undirbúa þetta betur. „400 manns með sama augnsjúkdóm og ég hafa farið í aðgerð sem í 90% tilvikum hefur skilað þeim bættri sjón. Ég er kominn í samband við augnlækna erlendis sem þekkja allar nýustu aðferðir og eru nú að aðstoða mig, fara yfir mín mál og skoða hvað hægt er að gera,“ segir Már.

„Tilfinningarnar eru blendnar þar sem maður vill trúa að þetta gæti gengið en hættan á að verða fyrir vonbrigðum er til staðar. Hvernig sem þetta fer fyrir mig þá er hjarta mitt að springa úr þakklæti fyrir hönd þeirra sem hafa nú þegar öðlast betri sjón og fá að sjá heiminn betur en áður. Nú er búið að brjóta ísinn og ég ætla mér að aðstoða fagfólk eins og ég get við að halda þessari frábæru þróun áfram!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -