2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni opnuð á Landspítala

Afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni var opnuð í gær, þriðjudaginn 2. júní. Afeitrunardeildin heyrir undir fíknigeðdeild geðþjónustu Landspítala og og mun veita fjölskyldumiðaða þjónustu.

Um er að ræða tvö meðferðarrými þar sem ungmenni með alvarlegan vímuefnavanda koma til innlagnar í 1-3 sólarhringa, en eftir það taka við önnur úrræði. Þverfaglegt meðferðarteymi mun sinna ungmennum og aðstandendum þeirra á meðan dvöl stendur í samvinnu við barna- og unglingageðdeild (BUGL). Þá er náið samstarf við barnaverndarstofu og bráðamóttökur Landspítala.

Vel hefur verið gætt að aðbúnaði deildarinnar í samvinnu við hagsmunaaaðila er fram kemur í tilkynningu um opnunina. Þar segir að ráðuneyti heilbrigðis-, félags- og barnamála hafa verið verkefninu mikilvægir bakhjarlar. Sömuleiðis hefur Hringurinn lagt deildinni til mikinn stuðning í formi húsbúnaðar, innréttinga og tækja.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var meðal þeirra sem hélt erindi á opnuninni í gær.

AUGLÝSING


Við opnun deildarinnar fluttu ávörp þau Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri meðferðarsviðs, Nanna Briem forstöðumaður geðþjónustu, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, Anna Björk Eðvarðsdóttir formaður Hringsins og Páll Matthíasson forstjóri.

Myndir / Þorkell Þorkelsson, Landspítalinn

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum