Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Afi verður „foreldri foreldris“ ef frumvarp Pírata nær í gegn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þing­flokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum til að bæta stöðu kvára og stálpa í sam­fé­lag­in­u. Einn þing­maður Við­reisn­ar, Hanna Katrín Frið­riks­son, er meðflutningsmaður frumvarpsins.

Breytingarnar sem Píratarnir og Hanna Katrín vilja ná fram eru þrenns konar. Að fólki verði fjálst að velja endingu foreldrisnafns óháð opinberri kynskráningu, að heimila fólki hlutlausa skráningu kyns í aukavegabréfi og að útgáfa aukavegabréfins verði gjaldfrjáls.

Fyrsta breyt­ingin snýr að því að kyn­skrán­ing hafi ekki áhrif á það hvers konar for­eldrisnöfn fólk má velja sér. Þannig verði orðin for­eldri eða for­eldrisnöfn tekin upp í lögum um manna­nöfn í stað „föð­ur- og móð­ur“ eða „föð­ur- og móð­ur­nafna“. Þá verði orðin for­eldri for­eldri síns tekin upp í stað „afa síns“.  For­eldrisnöfn eru mynduð þannig að á eftir eig­in­nafni eða eig­innöfnum og milli­nafni, ef því er að skipta, kemur nafn for­eldris í eign­ar­falli með eða án við­bót­ar­innar son, dóttir eða bur. Þá verði orðin „hvort heldur er í karl­legg eða kven­legg“ í lög­unum felld á brott. Kjarninn greinir frá.

„Nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag stendur í vegi fyrir því að hluti kynsegin fólks geti að fullu nýtt rétt sinn til að breyta nafni sínu. Þetta stang­ast á við það mark­mið laga um kyn­rænt sjálf­ræði að tryggt sé að kyn­vit­und fólks njóti við­ur­kenn­ing­ar, enda er rétt­ur­inn til nafns stór þáttur í rétti fólks til að skil­greina kyn sitt. Því er hér lagt til að allar útgáfur for­eldris­nafna sem gild­andi lög heim­ila standi ein­stak­lingum til boða óháð kyn­skrán­ingu við­kom­and­i,“ segja Píratarnir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -