Áforma að opna annað sóttvarnahús

Deila

- Auglýsing -

Umsjónarmaður sóttvarnahúsa segir að til standi að opna annað sóttvarnahús eftir helgi. Sóttvarnahúsið við Rauðarárstíg sé nánast yfirfullt.

„Vonandi getum við nú bara klárað það á næstu dögum,“ sagði Gylfi Þór Þor­steins­son, um­sjónar­maður sótt­varnahúsa, í kvölfréttum RÚV í gærkvöldi. Þar kom fram að í húsinu við Rauðarárstíg dvelji nú um fimmtíu manns, hvaðanæva að úr heiminum, sem komu til landsins eftir að landamærin voru opnuð. mestmegnis er um að ræða umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Við komuna hingað er fólkið skimað og fer í um fimm daga í sóttvarnahúsið. Að þeim tíma liðnum er það skimað á nýju og reynist það ekki vera smitað er það flutti í úrræði á vegum Útlendingastofnunar.

Af þessum fimmtíu sem dvelja nú í sóttvarnahúsinnu við Rauðarárstíg eru tveir með COVID-19 smit.

- Advertisement -

Athugasemdir