Föstudagur 25. nóvember, 2022
5.1 C
Reykjavik

Aftakaveður á Austurlandi – Myndir frá Seyðisfirði

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Aftakaveður hefur herjað á Austurland og rauð veðurviðvörun verið í gildi. Töluvert tjón hefur orðið á Seyðisfirði af völdum veðursins og hefur sett mark sitt á hús og náttúru á svæðinu. Í samtali við Mannlíf, um klukkan hálf níu, segir Sólveig Sigurðardóttir Seyðfirðingur að veðrið sé ekkert mikið að skána: „Það koma svona rokur en þó búið að vera aðeins rólegra núna um og eftir kvöldmatinn.“

Eitt af elstu húsum bæjarins fór illa í veðrinu en húsið nefnist Angró og var byggt af Otto Wathne í kringum 1880. Á myndinni að dæma er engu líkara en að það hafi orðið fyrir sprengingu. „Eftir skriðuna 18. desember fyrir tæpum tveimur árum þá fór það ansi illa en það var búið að skipta um þak á því og hluta til búið að endurnýja en framkvæmdum var ekki lokið,“ segir Sólveig. En telur hún að stóra skipasmíðaskemman sem áður stóð við hliðina á húsinu en fór í skriðunni hafi verið skjól. „En nú þegar engin skemma er að þá hefur vindurinn skollið á húsinu og húsið ekki þolað það.“

Angró fyrir tjónið Mynd/aðsend
May be an image of outdoors
Agró fór illa í veðurofsanum í dag. Mynd/aðsend

Gríðarlegur fjöldi fiskikara eða um það bil 50 talsins samkvæmt Sólveigu fuku af landi þrátt fyrir að hafa verið kyrfilega reyrð saman. „Okkur þótti þetta ansi súrt að missa öll þessi kör,“ útskýrir Sólveig en tekur fram að mörg hafi skilað sér á Norðurströnd fjarðarins.

Hátt í 50 fiskiför fuku á haf út.
Reynitré í garði Sólveigar fauk um koll í veðurlátunum. Mynd/aðsend
Litli Hóll er smáhýsi sem fauk um koll og þvert yfir götuna. Mynd/aðsend

Einhverjir bæjarbúar hafa gripið til þess ráðs að draga fyrir gluggana í von um að verja sig fyrir glerbrotum ef glerið skyldi brotna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -