Þriðjudagur 28. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Aftenposten Innsikt biður Samherja afsökunar: „Ætlar Blaðamannafélagið ekki að gera það sama?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Norskt fréttatímarit birti afsökunarbeiðni til Samherja vegna umfjöllunar sem birtist í blaðinu í febrúar. Áfellisdómur yfir blaðamanninum Lasse Skytt. Páll Vilhjálmsson spyr hvort Blaðamannafélag Íslands ætli að biðjast afsökunar en á press.is birtist umfjöllun um grein eftir Skytt þar sem Samherjamálið var meðal annars rætt.

Í marsútgáfu norska fréttatímaritsins Af­ten­posten Innsikt, birtist afsökunarbeiðni blaðsins vegna greinar sem birtist þar í febrúar. Greinin fjallaði um spillingu á Íslandi og var skrifað af sjálfstætt starfandi blaðamanninum Lasse Skytt. Mbl segir frá málinu en þar beðist afsökunar á ýmsum vanköntum í greininni og vegna þess að Samherja var ekki gefinn kostur á að svara þeim ásökunum sem fram komu í greininni.

Páll Vilhjálmsson, framhaldsskólakennari og Moggabloggari spyr í nýrri bloggfærslu hvort Blaðamannafélag Íslands ætli að biðjast afsökunar. Á hverju gætu einhverjir velt fyrir sér en ástæðan er sú að á vefsíðu félagsins, press.is birtist umfjöllun í febrúar um grein eftir Lasse Skytt úr danska blaðinu Journalisten en þar er farið yfir ástæðurnar fyrir því að Ísland datt af toppi fjölmiðlafrelsislista Blaðamanna án landamæra. Í greininni er meðal annars rætt við Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formann Blaðamannafélags Íslands og Þórð Snæ Júlíussonar, annars tveggja ritstjóra Heimildarinnar en Þórður og Arnar Þór Ing­ólfs­son blaðamaður standa nú í málaferlum við Pál Vilhjálmsson vegna meintra meiðyrða.

Páll segir í færslu sinni að Þórður Snær hafi sagt eftirfarandi orð (og þannig „skáldað“) í grein Journalisten sem svo BÍ fjallaði um á vef sínum: Hann [Þórður Snær} og þrír aðrir blaðamenn fengu skyndiheimsókn í Reykjavík frá hópi lögreglumanna. Þeim var ekið til Akureyrar, sjávarbyggðar á Norðurlandi þar sem Samherji er með höfuðstöðvar.

Þetta er hins vegar ekki rétt. Í lauslegri þýðingu segir í Journalisten: Hann og þrír aðrir blaðamenn fengu skyndiheimsókn í Reykjavík frá hópi lögreglumanna. Þeir höfðu keyrt til höfuðborgarinnar frá Akureyri í norðri – fiskibæjar þar sem Samherji er með höfuðstöðvar.

Þá bendir Páll á að í grein Blaðamannafélagsins standi: Samherjamálið er rifjað upp, og sú ákvörðun lögreglustjórans á Norðurlandi eystra að hefja sakamálarannsókn gegn fjórum blaðamönnum í tengslum við fréttaflutning af einum anga Samherjamálsins.

- Auglýsing -

Segir framhaldsskólakennarinn að þetta sé akkurat eitt af því sem Aftenposten Innsikt hafi beðist afsökunar á: Yf­ir­heyrsla ís­lenskra blaðamanna hjá lög­regl­unni á Norður­landi eystra hafi „ekki tengst um­fjöll­un þess­ara blaðamanna um um­rætt mál [þ.e. Namibíumálið] og kem­ur þannig mál­inu ekki við“.

Bætir hann svo við: „Nú þegar fagmenn sem kunna blaðamennsku, ritstjórn Innsikt/Aftenposten, hafa beðist afsökunar ætlar Blaðamannafélag Íslands ekki að gera það sama?“

Mannlíf heyrði í Sigríði Dögg Auðunsdóttur og spurði hana hvort henni fyndist Blaðamannafélagið þurfa að biðjast afsökunar á að fjalla um grein Skytt í Journalisten eftir að Aftenposten Innsikt baðst afsökunar á skrifum Lasse Skytt í þeirra blað um sama mál. Sigríður hafði ekki heyrt af þessu en eftir að hafa kynnt sér málið benti hún á að um tvær mismunandi greinar væru að ræða. Því hafi BÍ ekkert til að biðjast afsökunar á.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -