Föstudagur 25. nóvember, 2022
5.1 C
Reykjavik

Aftur verður Húsið að íslenskri kvikmynd: „Ég er hrika­lega ánægður með þenn­an samn­ing“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fram­leiðslu­fyr­ir­tæki fyrrum landsliðsmarkvarðarins, Hann­es­ar Þórs Hall­dórs­son­ar, Flood­lig­hts, hef­ur fest kaup á kvik­mynda­rétt­inn að glæpasögu Stef­áns Mána, Húsið, sem kom út árið 2012 og er alvöru krimmi af bestu gerð:

„Stefán Máni er ótrú­lega orku­mik­ill rit­höf­und­ur sem skrif­ar mynd­ræn­ar og kynn­gi­magnaðar bæk­ur. Húsið er dimm og drunga­leg saga og ég var ekki bú­inn að lesa marg­ar blaðsíður þegar ég fann að hér væri efni í góða kvik­mynd. Það er auðvitað langt í land ennþá en hand­rita­vinn­an er kom­in af stað og von­andi sjá­um við Hörð Gríms­son á hvíta tjald­inu áður en langt um líður,“ seg­ir Hann­es Þór.

Og rithöfundurinn Stefán Máni er einnig afar ánægður með sam­komu­lagið; hlakk­ar mikið til að fylgj­ast með þró­un­inni:

„Ég er hrika­lega ánægður með þenn­an samn­ing. Það er tími til kom­inn að Hörður Gríms­son fái njóta sín á hvíta tjald­inu og Hann­es Þór er hár­rétt­ur maður í verkið. Aðdá­end­ur lög­reglu­manns­ins hljóta að gleðjast,“ seg­ir Stefán.

- Auglýsing -

Fyrsta kvikmynd Hannesar Þórs í fullri lengd var Leyni­lögga, sem var frum­sýnd á síðasta ári og gekk vel í ís­lensk­um kvik­mynda­hús­um.

Þess má geta að áður hefur verið gerð íslensk kvikmynd sem ber sama nafn, Húsið, en hún var frumsýnd árið 1983 og var leikstýrt af Agli Eðvarðssyni. Var sú mynd svokölluð draugamynd, og heppnaðist hreint prýðilega.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -