Fimmtudagur 30. nóvember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Agli finnst erfitt að kalla Hamas hryðjuverkasamtök: „Ekkert nema nýlendustefna upp á gamla mátann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Egill Helgason segist eiga erfitt með að kalla Hamas, hryðjuverkasamtök.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason skrifaði færslu fyrir stundu þar sem hann talar um stríðið á milli Ísrael og Hamas-samtakanna. Segir hann að Ísraelar munir hefna sín grimmt á árás Hamas-liða og að lokum muni fleiri Palestínumenn liggja í valnum en Ísraelsmenn. Segist hann þó að mögulega muni þetta trufla „vinahót Saudi-Araba og ríkjanna við Persaflóa.“ Segir hann að þó að yfirstéttin í þeim ríkjum vilji helst gleyma Palestínumönnum, sé von um að almenningur sem og trúarleiðtogar bregðist illa við „þegar birtast myndir af grimmilegri hefnd Ísraela.“

Færslan í heild sinni er hér fyrir neðan:

„Eins og ætið þegar Ísrael/Palestína á í hlut upphefst mikið áróðurs- og túlkunarstríð. Það er náttúrlega tragedía að Gaza skuli vera undir yfirráðum hinna ógeðfelldu Hamas-samtaka á sama tíma og Vesturbakkinn lýtur stjórn gamalmennanna í Fatah. Meðan heldur hið ófyrirleitna landrán Ísraelsmanna áfram. Það er ekkert nema nýlendustefna upp á gamla mátann. Nýskeð kallaði fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar Mossad, Tamir Pardo, framferði Ísraela apartheid. Af þessum sökum finnst mér erfitt að kalla Hamas hryðjuverkasamtök. Það er lika spurning hvort hægt sé að kalla landránsfólk óbreytta borgara. En árásir Hamas koma nokkuð á óvart – og merkilegt að Ísraelsmenn hafi sofið á verðinum. Þessi uppreisn verður barin niður af miskunnarleysi og á endanum munu fleiri Palestínumenn bíða bana og hjóta örkuml en Ísraelsmenn. En kannski nær þetta að trufla aðeins vinahót mili Ísraelsmanna og Saudi-Araba og ríkjanna við Persaflóa þar sem núorðið er aðalvaldamiðstöðin í Arabaheiminum. Ljóst er að yfirstéttin þar kærir sig kollótta um Palesínumenn og vill helst gleyma þeim, en því gæti verið öðruvísi farið með almenning í olíuríkjunum og eins trúarleiðtoga. Það mun hafa áhrif þegar birtast myndir af grimmilegri hefnd Ísraela.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -