Mánudagur 14. október, 2024
-1.5 C
Reykjavik

Ágúst Ólafur vill stöðva refaveiðar: „Friðum íslenska landnemann!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Villta dýralífið er svo fábreytt á Íslandi að þegar við teljum tegundirnar sjö upp þá teljum við mýsnar og rotturnar tvisvar (húsamús, hagamús, brúnrotta og svartrotta). Eini raunverulegi landnemi Íslands er hins vegar heimskautarefurinn sem er einstakur hér á landi. Þrátt fyrir það erum við að drepa um 7.000 refi á hverju ári í stofni sem er litlu stærri en það.“ Þannig hefst Facebook-færsla Ágústar Ólafs Ágústssonar, fyrrum þingmanns Samfylkingarinnar. Í færslunni hneykslast hann á veiðum á íslenska refnum.

„Skattgreiðendur eru meira að segja látnir niðurgreiða þessa veiði um 160 milljónir kr. Samkvæmt Umhverfisstofnun berast „engar tilkynningar um tjón af völdum refs frá bændum“. Örfá skipti er talað um tjón í æðarvarpi.
Af hverju erum við að drepa 7.000 refi árlega til að fyrirbyggja „örfá“ skipti af tjóni í æðarvarpi sem vel mætti bæta upp með öðrum hætti?

Fyrir þau sem ekki hafa séð íslenska refinn þá er hann svipað stór og köttur eða einungis um 3,5 kg.“

Að lokum hvetur Ágúst til friðunar á íslenska refnum.

„Og til að fyrirbyggja þá rökleysu sem oft heyrist, að með friðun refsins myndi fuglalífið á Íslandi líða undir lok, þá er því að svara, að það er tóm vitleysa enda væri landið allt orðið löngu fuglalaust eftir 10.000 ára dvöl refsins á Íslandi án veiða. Friðum íslenska landnemann!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -