2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Áhrifin á börn mun meiri en við höldum

Stór hluti þeirra kvenna sem leita skjóls í Kvennaathvarfinu eru með börn með sér og Hildur Valdís Guðmundsdóttir, vaktstýra í Kvennathvarfinu, segir skorta mikið á að afleiðingar ofbeldisins á börnin séu ræddar.

 

„Rannsóknir sýna að þegar það er ofbeldi inni á heimilinu þá bitnar það á öllum heimilismeðlimum,“ segir Hildur. „Og könnun sem Unicef gerði árið 2013 leiddi í ljós að það er ekki marktækur munur á afleiðingum þess fyrir börn að verða vitni að ofbeldi eða verða fyrir því sjálf. Þau áhrif eru vanmetin, bæði af þolendum og gerendum. Rannsókn velferðarráðuneytisins, sem gerð var árið 2009, sýndi að tuttugu og tvö prósent íslenskra kvenna á aldrinum átján til áttatíu ára höfðu orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum og ef við gefum okkur það að hverri þessari konu fylgi tvö til fjögur börn, eins og oft er raunin, sjáum við hversu víðtækt vandamálið er og hvað það snertir líf margra einstaklinga sem og samfélagið allt. Það er vitað að beint og/eða óbeint ofbeldi í æsku getur haft alvarlegar afleiðingar á líðan barns og framtíðarhorfur þess. Barnið getur glímt við andlegar sem líkamlegar afleiðingar. Þess utan eru líkur á alls kyns félagslegum vandamálum á fullorðinsárum, hættu á áfengis- eða fíkniefnamisnotkun, félagslegri einangrun, afbrotahegðun og svo framvegis. Auk þess sýna rannsóknir að börn sem upplifa ofbeldi í æsku eru líklegri til að verða fyrir eða beita sjálf ofbeldi í nánum samböndum þegar þau verða fullorðin, þannig að vítahringurinn heldur áfram. Þessu þarf að taka betur á.“

Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum