Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

AK-47 riffill til sölu á íslenskri byssuvefsíðu: „Löglegur og skráður í gagnagrunn lögreglunnar!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Breyttir árásarrifflar eru til sölu á íslenskri sölusíðu. Fullyrt að þeir séu löglegir.

Á sölusíðunni byssusalan.is eru allskonar byssur til sölu en þar geta veiðimenn og safnarar keypt sér byssu og selt öðrum notendum síðunnar. Athygli vekur að þar má sjá auglýsingar þar sem breyttir árásarrifflar eru auglýstir til sölu. Er fullyrt þar að byssurnar standist vopnalög á Íslandi.

Í einni auglýsingunni er verið að auglýsa AK-47 hríðskotabyssu og fylgja henni aukahlutir. Tekið er fram að riffillinn sé breyttur „straight pull“ sem þýðir að það þarf að hlaða hann eftir hvert skot. Eftirfarandi texti er við auglýsinguna:

„ATH: Riffilinn er löglegur og skráður í gagnagrunn lögreglunnar! High End AK-47 riffill til sölu, breyttur straight pull. framleiddur af Krebs Custom í norður Illinois, Krebs Custom er þekktur sem high end AK framleiðandi fyrir bæði gæði riffla og aukahluta.

Krebs Custom framleiðir nokkrar gerðir af Mikhail Kalashnikov rifflum og þeirra hönnuð á sér sannarlega stað í 21. öldinni.“

Ak-47 sem til sölu er á síðunni.

Sami aðili selur einnig Ruger AR556 (AR15) fjölnota riffil:

- Auglýsing -

„Straight pull riffill, nýtt hlaup til að uppfylla Íslenskar reglugerðir, fylgir með extended charging handle fyrir þægilegri skiptingu. 10 skota magasín. Byssan er á B leyfi
ástand sem nýtt.“

Ruger-riffill sem til sölu er á verfsíðunni

Mannlíf hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og spurði hvort þetta stæðist lög. Lögreglan svaraði því til að rifflar á borð við AK-47 fáist ekki innfluttir til landsins og ekki almennt leyfðir. Þó séu til rifflar sem líkist slíkum rifflum en þeir séu ekki hálf-eða alsjálfvirkir. Þá er einnig leyfilegt að eiga hálfsjálfvirka riffla hafi þeir tengingu við sögu landsins, séu það safnvopn.

„AK-47 hríðskotarifflar fást ekki innfluttir til landsins og eru almennt ekki leyfðir. Til eru rifflar sem líkjast slíkum vopnum og eru leyfðir, en þeir eru ekki hálf- eða alsjálfvirk vopn heldur skotvopn þar sem hlaða þarf skotin hvert um sig, en slíkt kallast boltalás. Hálfsjálfvirkir rifflar eru almennnt ekki leyfðir, með þeim undantekningum að vopn sem hafa tengsl við sögu landsins, frá því í seinni heimstyrjöld, hafa verið leyfð sem safnvopn. Til að mega vera með safnararéttindi þarf að standast meiri kröfur en almennt er gert um eigendur skotvopna og þarf geymsla skotvopna að vera trygg.“

- Auglýsing -

Mannlíf heyrði einnig í skotíþróttamanni sem sagði að breyttir árásarrifflar á borð við þá sem eru til sölu á síðunni, séu ekki árásarrifflar heldur ekkert ósvipaðir venjulegum rifflum þar sem það þarf að hlaða þá eftir hvert skot. Sumir sækist í þessar byssur einungis vegna útlitsins.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -