Þriðjudagur 15. október, 2024
5.7 C
Reykjavik

Albert er mættur til landsins og gefur skýrslu fyrir dómi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er kominn til Íslands frá Ítalíu í þeim tilgangi að gefa skýrslu fyrir dómi. Er hann ákærður fyrir að hafa brotið gegn konu á þrítugsaldri en aðalmeðferð í kynferðisbrotamáli gegn honum hefst næsta fimmtudag.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Alberts staðfesti við Vísi að skjólstæðingur hans væri kominn til landsins til að verða viðstaddur aðalmeðferðina.

Í fyrra var Albert kærður fyrir kynferðisbrot gegn konu en lögreglan rannsakaði málið og sendi það til héraðssaksóknara. Sá felldi málið niður í vor þar sem hann taldi að það væri ekki líklegt til sakfellingar. Kærði kona þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem í maí sneri henni við.

Líkt og venjan er í kynferðisbrotamálum er þinghald í málinu lokað en þann 3. júlí var Albert viðstaddur þingfestingu málsins í gegnum fjarfundarbúnað. Þegar Albert var kærður mátti hann ekki leika með landsliðinu en fékk síðan að leika nokkra leiki með liðinu þegar frávísunin var í áfrýjunarferli. Frá því að niðurfellingunni var snúið við hefur Albert aftur verið á bannlista KSÍ.

Ákæran hefur hins vegar ekki haft nokkur áhrif á stöðu hans hjá félagsliðum en hann er nýbúinn að skrifa undir samning við ítalska liðið Fiorentina en áður lék hann með Genóa.

Frá upphafi hefur Albert haldið fram sakleysi sínu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -