Laugardagur 14. september, 2024
4.3 C
Reykjavik

Albert neitar ennþá sök í nauðgunarmálinu: „Það mun ekki hafa áhrif á mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenski knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson gekk nýverið til liðs við ítalska liðið Fiorentina.

Liðið endaði í 8. sæti í efstu deild Ítalíu á seinasta tímabili en liðið hefur endað í kringum miðja deild undanfarin áratug en náð ágætis árangri í Evrópukeppnum. Sumir töldu að Albert myndi ekki færa sig um set þar til eftir niðurstaða úr nauðgunarmáli hans væri ljós en fyrirtaka í málinu er á næstum vikum.

Á blaðamannafundi fyrr í dag var Albert spurður út í ákæruna en Fótbolti.net greindi frá.

„Málið verður tekið fyrir í september, en það mun ekki hafa áhrif á mig. Þetta hefur verið í gangi í ár, en hefur ekki haft áhrif, ég hugsa um fjölskylduna og fótboltann“ sagði Albert um málið. „Ég er sannfærður um að réttlætnu verði fullnægt, því ég er saklaus.“

Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -