Miðvikudagur 29. nóvember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Aldraður og einfættur faðir Davíðs kemst hvergi að: „Hundskammist ykkar og hefjast handa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Davíð Bergmann ritar öflugan pistill þar sem hann segir yfirvöldum að taka sig saman í andlitinu.

Aldraður faðir Davíðs Bergmann kemst hvergi inn á hjúkunarheimili þrátt fyrir að vera orðinn 90 ára gamall. Yfir þessu er Davíð Bergmann skiljanlega reiður og skrifaði hann kröftugan pistil þar sem hann segir yfirvöldum til syndanna.

„Hvar skildi pabbi gamli vera í röðinni á biðlistanum að komast inn á hjúkrunarheimili orðinn 90 ára gamall, ætli honum endist ævin að KOMAST AF ÞEIM LISTA?“ skrifar Davíð um málið.

„Hvað fær pabbi gamli að loknu dagsverki, búinn að skila sínu til samfélagsins og vel það. Maður sem hefur aldrei stolið krónu, ekki þurft að vera með kennitöluna sína á flótta undan einu né neinu. Alla tíð unnið með tveimur jafn sterkum og aldrei verið í því að naga blýanta eða flytja speki eða reyna að hafa vit fyrir öðrum. Hann hefur þurft að lemja lífi í sængina út á ballarhafi til að geta lagst til hvílu því hún var frosin, þá nýkominn af dekki eftir að hafa verið að berja klakann utan af dallinum svo hann myndi ekki sökkva. Þetta var í kringum 1960, hvort sem hann var til sjós á síðutogurum vertíð eftir vertíð eða í landi þá vann hann vinnu sem krafðist líkamlegs erfiðis og útsjónarsemi,“ hélt Davíð áfram í pistlinum sem birtist á Vísi.

„Verðskuldar ekki svona maður að eiga áhyggjulaust ævikvöld, tala nú ekki um þegar hann er í lífsloka meðferð. Læknavísindin geta ekki gert meira fyrir hann í dag en að lina þjáningar hans með lyfjum. Orðinn 90 ára með þrjár hjartalokur virkar af fjórum, æxli djúpt í lunga, krepptur af gigt og fætinum styttri vegna viðurkenndra læknamistaka. Hann finnur enn til draugaverkja í „fætinum“ þó svo að fóturinn hafi verið tekinn af árið 2012,“ og ljóst sé að peningurinn sé til enda hafi Samherji og Vinnslustöðin í Vestmanneyjum fengið rúman milljarð í styrk frá ríkinu í ýmis konar verkefni.

„Megið þið hafa ævarandi skömm fyrir það þingmenn og sveitarstjórnarmenn að hafa ekki tekið þetta málefni af festu og alvöru því hér ríkir neyðarástand í málefnum aldraðra. Þið vitið það að samsetning þjóðar er þannig að lífaldur hækkar á ári hverju. Með allar þær þarfagreiningar sem þið hafið látið vinna og með alla þessa öldrunar sérfræðinga á ykkar snærum, þá á ekki koma á óvart að hér vanti sárlega legupláss fyrir gamla fólkið okkar. Það er engin afsökun að hafa ekki látið hendur standa fram úr ermum og setja þennan málaflokk í algjöran forgang.

- Auglýsing -

Þess vegna þarf að byrja að byggja strax þessi 700 hjúkrunarrými sem kemur til með að vanta eftir örfá ár á höfuðborgarsvæðinu. Hundskammist ykkar og hefjast handa.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -