Fimmtudagur 25. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Alexandra varð fyrir holskeflu af gagnrýni: „Ég tók það pínu nærri mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Píratinn Alexandra Briem, borgarfulltrúi og fyrrum forseti borgarstjórnar, fékk yfir sig holskeflu af gagnrýni í vetur en hún heldur utan um snjómokstur borgarinnar.

„Það er ekki eins og við hefðum stofnað einhvern stýrihóp í desember til að bregðast við einhverju sem var þá, þetta var bara yfirstandandi vinna sem hafði hafist strax í haust til þess að vinna úr upplýsingum sem sviðið hafði verið að vinna strax eftir veturinn á undan. Hvernig við gætum brugðist við því sem gerðist þá. Og sú vinna er búin núna. Og note bene, mér finnst það mjög fyndin, þessi grín sem hafa verið að hlaupa um en það er alls ekki þannig að það að taka mið af snjókomu sé eina niðurstaða hópsins, það er verið að leggja til mikla þjónustuaukningu og töluverð aukaútgjöld og tilraunaverkefni í því hvernig við getum brugðist hraðar og betur við þegar það snjóar mikið. Og að það sé ekki þessi óvissa,“ útskýrði Alexandra sem er nýjasti gestur Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Mannlífið.

Reynir les upp úr gagnrýni lögreglumanns eftir viðtal sem tekið var við Alexöndru, sem fór hátt á samfélagsmiðlunum í vetur. „Viðtalið var annars eins og grínskets frá Fóstbræðrum sem verður ekki alveg eins fyndið þegar áhorfendur sitja fastir heima hjá sér í ófærðinni.“ Alexandra svaraði Reyni: „Já eins og ég segi þá tek ég þetta svolítið á mig. Ég var þarna á hlaupum, ég var nýkomin frá því að sækja fólk út á flugvöll og hljóp eiginlega í viðtalið. Mér fannst mikilvægt að koma því til skila að mér þætti þetta mikilvægt og að við værum að kanna þjónustuna ofan í kjölinn og þá þarftu svolítið að hafa pólitíkina með því ef þú myndir bara setja starfsfólkið í „Heyrðu við ætlum bara að setja auka 100 milljónir í þetta, finnið út úr því“, þá vita þau ekki alveg í hvaða átt þau eiga að fara og hafa kannski ekki það traust á að peningurinn komi á endanum. Þess vegna vill maður hafa pólitískt umboð til að klára stórar breytingar.“

Reynir spurði Alexöndru hvort hún hefði tekið umræðuna nærri sér. „Pínu, vegna þess að þetta er málefni sem okkur lá raunverulega vel á hjarta að gera vel og við vildum sýna að það væri vilji til þess að raunverulega breyta því hvernig þetta hefur verið og setja meiri kraft í það. Ég tók það svona pínu nærri mér að fókusinn væri á klaufalegt orðalag eða að ég hefði nefnt stýrihóp eða þjónustuhandbók. Auðvitað átti ég ekki að gera það en ég tek það bara á mig.“

Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -