Mánudagur 27. mars, 2023
-1.2 C
Reykjavik

Alls konar vinir Vatnsendahvarfs: „Þessi lúpína á hæðinni má fara fjandans til“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Skiptar skoðanir eiga sér stað á fésbókarsíðu Vina Vatnsendahvarfs. Hópurinn hefur verið áberandi í fjölmiðlum upp á síðkastið og varpað ljósi og gagnrýnt fyriráætlanir sveitafélaganna, sem standa að baki framkvæmdanna. Fyrirhugað er að leggjast í stórtækar vegaframkvæmdir á svæðinu sem er vinsælt útvistarsvæði borgarbúa.

Fyrirskrift hópsins er: „Vinir Vatnsendahvarfs eru óformleg samtök íbúa sem vilja stuðla að verndun náttúru og lífríkis Vatnsendahvarfs“ en þrátt fyrir hana virðist sem að fylgjendur Vina Vatnsenda skiptist í fylkingar og hafi mismunandi sýn á framkvæmdirnar.

Á meðan sumir íbúar svæðins óttast áhrif aukinnar umferðar og stórtækra framkvæmda næstu árin lýsa aðrir létti vegna áforma framkvæmdarinnar og að vegurinn muni létta fyrir umferðarflæði inn og út úr nærliggjandi hverfum.

Undir færslu Ara Thor, meðlim hópsins, sem er mynd af náttúru Vatnsendahvarfs undir yfirskriftinni: „Þessi gróður á eftir að fara undir vegaframkvæmdir“ þá svarar annar vinur Vatnsendahvarfs, Hjörleifur Hilmarsson: „Þið ættuð að skammast ykkar það er búið að bíða eftir þessum vegi í meir en 15 ár og hann er algerlega nauðsynlegur vegna umferðaröngþveitis á Vatnsendasvæðinu. Þessi lúpína á hæðinni má fara fjandans til og þið hafið vitað af þessari framkvæmd allan þennan tíma og þið sem búið þarna Breiðholtsmegin, gott fyrir ykkur að vita að þið búið í landi Vatnsenda.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -