Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Allt á floti í ráðhúsinu á Akureyri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Starfsmenn sem mættu til vinnu í ráðhúsinu morgun sáu fyrstir hvað gerst hafði og kölluðu eftir aðstoð Slökkviliðs Akureyrar.
Mynd. Skjáskot/RÚV
Talsvert tjón varð þegar vatnskrani í eldhúsi á fjórðu hæð ráðhússins á Akureyri gaf sig í nótt og vatn rann milli hæða.

Slökkvilið og starfsfólk ráðhússins vinnur nú að því að þurrka upp vatn og ljóst að það verður verkefni eitthvað fram eftir degi.

Að sögn Ásthildar Sturludóttur, bæjarstjóra, hefur vatn runnið um allar hæðir hússins. Vatnið er mest í miðju húsinu, en hefur eitthvað runnið um hæðirnar.

Mynd. Skjáskot/RÚV

Hún segir í samtali við fréttastofu RÚV að tjónið sé umtalsvert, þó það eigi eftir að meta það betur. Loftaplötur hafi skemmst á nokkrum stöðum og vatn runnið niður í veggi. Þá sé vatn bæði á teppum og öðru gólfefni. Væntanlega sé eitthvað tjón á rafmagni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -