2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Allt samfélagið stólar á þetta

Björgunarsveitirnar hafa leyst meira en 2.100 verkefni í íslensku samfélagi frá 9. desember, þegar sprengilægð gekk yfir landið með tilheyrandi hörmungum. Vinnustundirnar í þessum útköllum eru 35 þúsund. Það jafngildir 20 ársverkum. „Það er alveg ljóst að björgunarsveitirnar vega mjög þungt í öllu þessu kerfi okkar,“ segir Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, um framlag björgunarsveitanna til almannavarna og samfélagsins í heild.

Hjálmar segir ómetanlegt að hafa björgunarsveitirnar til taks, sem nánast bjóði sig fram í verkefni óumbeðnar. „Þær eru tilbúnar í allt og samfélagið stólar á það. Þær hafa reynst okkur afskaplega vel,“ segir Hjálmar. Hann segir erfitt að sjá fyrir sér hvað væri til staðar ef björgunarsveitanna nyti ekki við. %forsíða

Hjálmar segir líka að starfsemi Rauða krossins sé afar mikilvægur þáttur í almannavörum. „Það eru verkefni á öðrum grunni en björgunarstörfin; Rauði krossinn stendur fyrir fjöldahjálparstöðvum og áfallahjálp,“ segir hann. „Þetta er gífurlega mikilvægt í öllu þessi ferli.“

Björgunarsveitirnar og Rauði krossinn hafa farið í fjölmörg útköll, stór og smá, frá því snemma í desember. Spurður hvort þetta sé það mesta sem hann muni eftir frá árinu 1995 svarar Hjálmar því til að þó vissulega hafi verið mjög mikið að gera séum við fljót að gleyma. Fyrir nokkrum árum síðan – kannski sex eða níu árum – hafi törnin byrjað með vetrarveðrum snemma í október og að sú törn hafi nánast staðið fram á vor. „Ég man við vorum að velta fyrir okkur hvort jólin myndu sleppa en þá kom mikill hvellur á öðrum degi jóla.“ Hjálmar tekur þó undir að þegar þessi slæmu umferðarslys séu tekin með í reikninginn, sem hafa verið áberandi í janúar, sé þetta með allra annasamasta móti.

AUGLÝSING


Lestu umfjöllunina í heild í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum