Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Allt vitlaust vegna ráðningar Brynjars: „Eru fordómar gagnvart aldri og kyni í tísku núna?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fjölmargir hváðu á samfélagsmiðlunum er fréttir bárust um ráðningu Brynjars Níelssonar í starf aðstoðamanns Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Brynjar, sem er afar umdeildur maður, datt nýverið af þingi en hafði hann setið þar fyrir Sjálfstæðisflokkinn um nokkurt skeið.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, skrifar Twitter-færslu við frétt Vísis um ráðningu Brynjars Níelssonar í starf aðstoðamanns Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra.

„Forsætisráðherra sagði í gær að baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og bætt staða brotaþola verði í forgangi hjá ríkisstjórninni. Þetta er teymið sem á að stýra baráttunni.“

Færslan vakti mikil viðbrögð en margir líkuðu við hana og nokkrir skrifuðu athugasemdir.

Erna Ýr svarar að bragði.

„Eru fordómar gagnvart aldri og kyni í tísku núna? Næ aldrei að fylgjast alveg með þessu“

- Auglýsing -

Oli Jens er ekki bjartsýnn.

„what a combo. þetta verður eitthvað alveg hræðilegt.“

Ármann nokkur setur þetta í samhengi.

- Auglýsing -

„Í öðrum fréttum þá er þessi sléttu úlfur nýja barnapía ykkar“

Olof Embla er ekki komin með leið á ákveðnum frasa og telur hann eiga við nú.

„Helvítis fokking fokk“

Sóley Tómasdóttir, fyrrum forseti borgarstjórnar fyrir Vinstri Græna og annálaður feministi, gagnrýndi sinn gamla flokk á Twitter.

Nei, þetta er komið gott @vinstrigraen. Það er beinlínis andfemínískt að setja málaflokk kynferðisbrota í hendur þessara manna. Önnur eins vanvirðing við þolendur og aktívista er vandfundin.

Snæbjörn skrifar athugasemd við færslu Sóleyjar.

„Óskiljanlegt að hvorki framsókn né VG treysti sér til að gera kröfu um dómsmálaráðuneytið. Fjármálaráðuneyti, dómsmál og utanríkisstefna allt í höndum sama flokks árum saman.“

Þorbjörg bendir á aðra „umdeilda staðreynd“.

„Og svo tekur Birgis Þórarins við málum ráðherrans í allsherjarnefnd. Til að fylgja málum ráðherrans fast eftir.“

Lenya Rún Taha Karim, þingmaður Pírata samkvæmt fyrri talningu alþingiskosninganna en frambjóðandi Pírata samkvæmt seinni talningunni tjáir sig einnig um málið á Twitter.

„Vil biðja alla Íslendinga afsökunar ég hélt ég hefði skilið eftir mig allaveganna það að ég hefði hent Brynjari Níels út af þingi“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -