Miðvikudagur 27. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Alma biðlar til landsmanna að ganga hægt um gleðinnar dyr um áramót: Álag á spítalanum eykst enn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alma Möller landlæknir, segir álag á Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu í heild hér á landi vera farið að aukast í takt við veldisvöxt smita.

Þetta kom fram á upplýsingafundi sem haldinn var klukkan 11 í dag.

Alma tók það fram að vandinn væri ekki eingöngu vegna innlagna eða álags á Covid-göngudeildinni, heldur væri þetta einnig vegna smitaðra starfsmanna í heilbrigðiskerfinu og starfsfólks sam þurfi að fara í sóttkví.

Sá fjöldi hefur aukist mjög undanfarið eins og í samfélaginu öllu.

Alma segir mönnunarvanda á spítalanum útbreiddan og manneklan af völdum mikilla samfélagssmita leggist ofan á þann mönnunarvanda sem þegar var til staðar í heilbrigðiskerfinu.

Smit hafa sömuleiðis komið upp inni á spítalanum; og þó að sjúklingar hafi verið lagðir inn út af öðru, en greinist svo á spítalanum, þarf að sinna þeim í hlífðarbúnaði.

- Auglýsing -

Þá geti veikindi þeirra orðið enn flóknari vegna veirunnar.

Alma segir að nú sé unnið að því að finna lausnir og flytja sjúklinga af Landspítalanum yfir á aðrar heilbrigðisstofnanir; en að staðan á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni sé þó einnig að þyngjast vegna smita.

120 starfsmenn Landspítala eru í einangrun og 60 í sóttkví.

- Auglýsing -

Alma Möller biðlaði á upplýsingafundinum til landsmanna að ganga hægt um gleðinnar dyr um áramótin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -