Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

„Alma er áræðin, samanber þegar hún gerðist þyrlulæknir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alma Dagbjört Möller landlæknir er ein þeirra sem staðið hefur í eldlínunni undanfarnar vikur vegna útbreiðslu COVID-19 kórónuveirunnar hér á landi. Þríeykið, Alma, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafa nær daglega setið upplýsingafundi, þar sem þau hafa svarað spurningum blaðamanna af yfirvegun og öryggi.

 

Fyrst kvenna sem þyrlulæknir

Alma er fyrsta konan sem starfaði sem þyrlulæknir Landhelgisgæslunnar, en hún störf í maí 1990 og fór til Skotlands í sérstakar æfingabúðir. Í forsíðuviðtali við DV í september 1991 sagðist hún hafa verið heppin því hún hefði lært mikið í skólanum.

Í viðtalinu rifjaði Alma upp orð eins skipverja þegar hún kom sígandi niður úr þyrlunni: „Nú, það er bara engill af himnum ofan.“

„Hún er áræðin, samanber þegar hún gerðist þyrlulæknir, ég og mamma vorum ekkert hrifin af því á þeim tíma, en Alma leysti það eins og annað með prýði,“ segir Kristján L. Möller, bróðir Ölmu, fyrrum þingmaður og ráðherra.

Forsíða DV
Skjáskot timarit.is

Lestu nærmynd um Ölmu í Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -