Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Alma leigufélag lét bera áttræðan mann og hreyfihamlaðan son hans úr íbúð þeirra – Sjáðu myndböndin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Öldruðum manni og hreyfihömluðum syni hans var hent út úr íbúð sinni eftir að Alma leigufélag lét sýslumann og lögreglu framkvæma útburð í fyrradag.

Það var frettin.is sem sagði frá málinu og birti myndbönd af útburðinum. Þau má sjá neðst í fréttinni.

Ólafur Snævar Ögmundsson, hinn áttræði leigutaki sem um ræður, fékk íbúðina á leigu fyrir um þremur árum síðan. Ólafur skrapp til Spánar að heimsækja son sinn sem þá bjó þar. Í heimsókninni veiktist Ólafur heiftarlega og varð að leggjast inn á spítala í þrjár vikur og þurfti að greiða sjúkrahúskostnað á Spáni. Vegna veikindanna hafði Ólafur ekki tök á á borga leigu í tvo mánuði og fékk því sent innheimtubréf frá Ölmu leigufélagi. Leitaði hann þá til Umboðsmanns skuldara sem gekk í málið og hafði samband við leigufélagið og tilkynni þeim að skuldin yrði að fullu greidd. Að sögn Ólafs breytti það engu því Alma leigufélag sendi Ólafi útburðarbréf, þrátt fyrir loforð Umboðsmannsins. Í því bréfi var þess krafist að hann færi úr íbúðinni og leigusamningnum yrði rift.

Ólafur fékk aðvörun 17. apríl þar sem honum er gert að tæma íbúðina fyrir 2. maí. Reyndi þá Ólafur að hafa samband við Félagsþjónustuna og óskaði eftir neyðaraðstoð. Fékk hann þau svör að ekkert væri hægt að gera fyrir hann og að margra ára bið væri eftir íbúð hjá þeim.

Þeir Ólafur og sonur hans, Auðunn Snævar Ólafsson, sem er í hjólastól eftir umferðaslys, eru því nú orðnir heimilislausir en ætla að vera á hóteli til að byrja með. Blaðamaður Fréttarinnar spurði sýslumann hvert mennirnir ættu að fara og fékk þau svör að þeir gætu til að mynda farið í gistiskýli.

Í myndbandi sem birtist hjá frettin.is segir Ólafur að hann hafi þurft að borga 220.000 krónur í leigu fyrir íbúðina en að hún sé í niðurníðslu. Nefnir hann sem dæmi að hann hafi neyðst til að hafa ísskápinn inni í fataskáp í forstofunni því hann hafi ekki komist fyrir í eldhúsinu. Þá segir hann að eldavélin hafi aldrei virkað.

- Auglýsing -

Alma leigufélag er afar umdeilt félag sem hefur verið gagnrýnt harkalega fyrir snarpar hækkanir á íbúðarleigu síðustu ár.

Í myndböndunum sem birtast hér fyrir neðan má sjá hvar átta verkamenn á vegum Ölmu leigufélags voru mættir til að tæma íbúðina.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -