Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Alma: „Mestu persónunjósnir sem fram hafa farið á Íslandi – „saurlifnaður“ íslenskra kvenna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Stúlka sem ekki vildi láta skoða á sér kynfærin var neydd til þess. Og svo var hún dæmd af sakadómi. Í staðinn fyrir að stoppa hermennina við að ónáða þessa stúlku þá var hún tekin úr umferð. Tekin úr skólanum, send á Kleppjárnsreyki en síðan þegar heimilinu er lokað gat hún ekki farið aftur í skólann því búið var að reka hana og stimpla. Þannig hún endar á götunni í Reykjavík.“

Alma Ómarsdóttir, fjölmiðlafræðingur og fréttamaður gerði heimildamyndina Stúlkurnar að Kleppjárnsreykjum. Í hlaðvarpsþættinum Karlmennskan með Þorsteini V. Einarssyni fer Alma yfir kvikmyndina og hverskonar aðfarir áttu sér stað, hvernig njósnað var um íslenskar stúlkur, þær sendar í fangelsi eða upptökuheimili, smánaðar, útskúfaðar og lokaðar í gluggalausum rýmum svo dögum skipti. Allt með samþykki yfirvalda og stutt af almenningi og fjölmiðlum.

Þessi tími hefur verið kallaður „ástandsárin“ í sögubókunum okkar þegar Bretar hernámu Ísland í seinni heimsstyrjöldinni. Það sem kemur fram í þættinum er að íslensk stjórnvöld ofsóttu ungar konur, sviptu þær sjálfræði með því að hækka sjálfræðisaldur úr 16 ár í 20 ár. Þetta var gert til þess að hægt væri að dæma þær í fangelsi fyrir að eiga í samskiptum við hermenn. Landlæknir, forsætisráðherra, Alþingi, lögreglan, fjölmiðlar og almenningur tóku þátt í einum mestu persónunjósnum sem fram hafa farið á Íslandi til þess að ná tökum á þeim „saurlifnaði“ að íslenskar konur sýndu breskum hermönnum áhuga. Tímabil sem aldrei hefur verið gert upp af íslenskum stjórnvöldum.

Konur sviptar sjálfræði

Alma ræðir um að konur hafi verið að öðlast aukið frelsi og farið út á atvinnumarkaðinn.

„Valdahlutföllin breytast í samfélaginu. Allt í einu hafa konur jafna möguleika á að þéna jafn mikið og karlmenn því það var komin atvinna fyrir þær. Það hafði aldrei gerst áður á Íslandi. Síðan eru þær með miklu meira úrval af mannsefni. Mörgum (körlum) fannst sér örugglega ógnað og samfélagið bregst harkalega við.“

Á sama tíma og konur virtust vera að öðlast aukið frelsi eru þær sviptar sjálfræði. „Vegna þess að það þurfti að bregðast við því að ungu konurnar voru að hitta erlenda hermenn og sjálfræðisaldur er færður úr 16 í 18 ár (tímabundið í 20 ár). Konur eru sviptar sjálfræði svo hægt sé að banna þeim að hitta hermenn.“

- Auglýsing -

Konur voru þvingaðar og niðurlægðar

Alma segir ennfremur að það hafi verið sárt að fyrsta lögreglukonan á Íslandi hafi verið sett í það að njósna um þessar konur.

„Það er rosalega sorglegt að fyrsta lögreglukonan á Íslandi hafi fengið þetta hlutverk og gengið svona fram. Það er frekar sárt að hugsa til þess.“

- Auglýsing -

Konur voru þvingaðar og niðurlægðar, en Alma segir að lögreglukonan hafi verið sett í:

„gríðarlegar persónunjósnir. Það var talað um mestu persónunjósnir sem fram hafa farið á Íslandi.Þær sem neituðu því að hafa átt í samskiptum við hermenn voru sendar í læknisskoðun til þess að athuga hvort að þær væru hreinar meyjar. Þetta er náttúrulega algjörlega bilað.“

Að lokum vekur Alma athygli á því að:

„Eftir Breiðavíkurmálið, var ráðist í það að skoða upptökuheimili sem voru starfrækt á Íslandi. Kleppjárnsreykir, var hins vegar ekki skoðað. Það á líka að segja rétt frá þessu í sögubókunum. Ég var að skoða hvernig hefur verið fjallað um þetta í grunnskólakennslubókum og þá er einmitt bara skautað á þessu. Þetta er sett upp í skemmtilegan búning. Við erum að tala um hundruðir kvenna sem var njósnað um, ásóttar af lögregluyfirvöldum eða hreinlega teknar úr umferð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -