Föstudagur 13. september, 2024
11.8 C
Reykjavik

Almennur borgari glímdi niður bíræfinn bílaþjóf – Barn stöðvað við glæpsamanlegan akstur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í lögregludagbók næturinnar segir lögreglan að nóttin hafi verið nokkuð róleg en þó var eitthvað að frétta.

Sjö ökumenn voru stöðvaðir vegna ölvunar og eða fíkniefnaaksturs Þá kom eigandi bifreiðar að bifreið sinni þar sem maður hafði brotist inn í bifreiðina og var að róta í lausamunum sem voru í bifreiðinni. Þjófurinn reyndi að komast á brott en eigandi náði að yfirbuga manninn og halda honum þar til lögregla kom á staðinn og handtók manninn.

Ölvaður aðili ók rafmagns hlaupahjóli á bifreið í hverfi 101 og aðilinn á von á sekt vegna þessa.

Þá var 17 ára barn stöðvað að keyra á 149 km hraða þar sem aðeins mátti keyra á 80 km hraða í Kópavogur.

Þá urðu skemmdir sökum reyks á íbúð í hverfi 201 eftir að íbúi gleymdi að slökkva undir potti sem var á eldavél. Enginn var í íbúðinni og kom slökkvilið á vettvang og reykræsti íbúðina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -