Miðvikudagur 22. júní, 2022
7.8 C
Reykjavik

Alþingi nötrar vegna kaupendalistans: „Ég er pirruð og svekkt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Alþingi Íslendinga nötrar þessa dagana vegna frétta af þeim sem fengu að kaupa hlut ríkissins í Íslandsbanka. Stjórnarandstaðan hefur verið afar hávær á þinginu síðan listinn birtist en lítið hefur heyrst í almennum stjórnarliðum. Þar til nú.

Mannlíf heyrði í nokkrum stjórnarliðum hljóðið í gær og í dag og birtir nú nokkur samtöl.

Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og þingkona Sjálfstæðisflokksins segist pirruð á málinu. „Ég hef svo sem ekki stúderað listann en séð fréttir sem hafa verið sagðar af honum. Ég verð að viðurkenna það að ég er pirruð og svekkt yfir því sem þarna kemur fram. Ég átti sjálf von á því að þessi leið væri til þess fallin að fá í eigandahóp bankans, stóra og öfluga aðila sem væru líklegir til þess að eiga í bankanum til lengri tíma. Það eru svona mín fyrstu viðbrögð.“

Bjarkey Olsen Gunnars­dóttir, vara­for­maður þing­flokks Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar er stödd í Stokkhólmi um þessar mundir en gaf sér smá tíma til að ræða við blaðamann Mannlífs. „Sko, ég ætla bara sem formaður fjárlaganefndar boða til opins fundar í nefndinni 25. apríl og fá þá bankasýsluna til okkar. Við erum sjálf búin að senda þeim spurningar og vonumst til að vera búin að fá svör við þeim áður ein þeir koma til okkar.“ Aðspurð hvort hún hefði verið hissa á að sjá nöfnin sem voru að finna á listanum vildi hún ekki láta hafa neitt eftir sig hvað það varðaði.

Líneik Anna Sævars­dóttir 2. vara­forseti formaður velferðarnefndar og þingmaður Framsóknarflokksins vildi lítið tjá sig við Mannlíf en hafði þó þetta að segja: „Nei það er svo sem ekkert um það að segja, þetta á náttúrulega eftir að vera til umfjöllunar í tengslum við úttekt ríkisendurskoðanda.“ Blaðamaður: „En varstu hissa á að sjá hverjir voru á listanum?“ Líneik: „Ja eða ég ætla bara ekkert að tjá mig um það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -