2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Alvotech gerir tugmilljarða samning við STADA

Stjórnendur Alvotech hafa gengið frá samstarfssamningi við alþjóðlega lyfjafyrirtækið STADA Arzneimittel AG um markaðssetningu sjö líftæknilyfja Alvotech á lykilmörkuðum í Evrópu og völdum mörkuðum utan Evrópu.

Samkvæmt heimildum Mannlífs er samkomulagið metið á tugi milljarða króna.

Alvotech mun bera ábyrgð á þróun, skráningu og framboði lyfjanna en STADA mun markaðssetja þau á öllum helstu Evrópumörkuðum. Um er að ræða meðal annars lyf sem notuð eru til meðferðar á krabbameinum, gigt og psoriasis.

Árlega seljast frumlyfin fyrir um 50 milljarða bandaríkjadala á heimsvísu, samkvæmt tilkynningu.

AUGLÝSING


Samkomulagið felur í sér fyrirframgreiðslu og áfangagreiðslur á næstu fjórum árum.

„Þetta er tímamótasamningur sem talinn er vera einn sá stærsti á okkar sviði í heiminum. Samningur við STADA er mikilvægt skref í uppbyggingu Alvotech og sýnir það traust sem stór alþjóðleg lyfjafyrirtæki sýna okkur, sem hafa keppst við að tryggja sér aðgang að okkar þróunarstarfi. Á árinu höfum við gert mikilvæga samstarfssamninga við leiðandi fyrirtæki í Japan, Kína, Tyrklandi, Kanada og nú við STADA fyrir alla stærstu markaði Evrópu. Í Kína erum við einnig að byggja stóra lyfjaverksmiðju sem mun þjónusta þennan næst stærsta lyfjarmarkað í heiminum,“ er haft eftir Róberti Wessman, stofnanda og stjórnarformanni Alvotech.

„Samstarfið við Alvotech, sem býr að afar reyndu og einbeittu starfsfólki, er frábært tækifæri til að hraða auknum umsvifum samheitalíftæknilyfjahluta starfsemi okkar og styrkja markaðsstöðu okkar í þessum geira. Við hlökkum til að færa sjúklingum hágæða lyf og hagkvæman valkost,“ segir Peter Goldschmidt, formann framkvæmdastjórnar STADA.

Lestu meira: Yas fjárfestir fyrir milljarða í Alvotech

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum