Föstudagur 23. september, 2022
6.1 C
Reykjavik

Alvotech í hástökki – 65 prósenta hækkun

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gengi hlutabréfa í íslenska líftæknifyrirtækinu Alvotech hefur snúist við undanfarið á bandaríska Nasdaq-markaðnum. Fyrirtækið var skráð á markaðinn 16. júní síðastliðinn en fyrstu fjórar vikur á markaðnum lækkaði hlutabréfaverð þess um helming. Nú hefur gengið hins vegar hækkað um 65 prósent frá því sem lægst var, fyrir mánuði síðan. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu.

Við lokun markaða í gær stóð gengi hlutabréfa Alvotech í 9,14 dölum á hlut, en gengið hafði hækkað um 18,6 prósent á þeim eina degi. Að baki viðskiptunum er lítil velta en hækkunin er þó umtalsverð. Lægst hefur hlutabréfaverð fyrirtækisins farið niður í 5,53 dali. Í aðdraganda skráningar þess á Nasdaq-markaðinn var útboðsgengið 10 dalir á hlut. Verðið er því enn 8,6 prósentum undir útboðsgenginu en haldi fyrirtækið áfram sama dampi má ætla að það breytist fyrr en síðar.

Í fyrstu viðskiptum dagsins á íslenska First North-markaðnum hefur hlutabréfaverð Alvotech hækkað um tæplega 9 prósent. Gengið stendur nú í 1.230 krónum á hlut. Veltan á bréfunum er þó lítil, eða 7 milljónir króna.

 

Fyrirvari 1: Róbert Wessman hefur verið kærður til lögreglu fyrir aðild og yfirhylmingu í tengslum við innbrot á skrifstofur Mannlífs. Honum hefur margsinnis verið boðið að tjá sig um þessi mál í Mannlífi, en ekki orðið við áskoruninni. 

Fyrirvari 2: Ritstjóri Mannlífs vinnur að heimildabók um Róbert sem að hluta til er fjármögnuð af félagi sem er í eigu fyrrverandi samstarfsmanns auðmannsins. Vonast er til þess að bókin komi út fyrir lok árs, á íslensku og ensku. Lagt er upp með að segja sögu hans af heilindum. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -