Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Ánægð með samstarfið við íslensk yfirvöld

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í augnablikinu get ég ekki sagt til um hvenær rannsókninni lýkur. Aftur á móti er ég fullviss um að með góðu samtarfi og góðum stuðningi yfirvalda mun henni ljúka fyrr en áætlað var. Samtarf okkar við íslensk yfirvöld hefur verið gott,“ segir Josefina Nghituwamata, upplýsingastjóri Spillingarstofnunar Namibíu, þegar hún er spurð hver staða Samherjamálsins svokallaða sé þar í landi.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er Samherji sakaður um að hafa á árunum 2014 til 2019 greitt háttsettum stjórnmála- og embættismönnum í Namibíu rúman milljarð króna í mútur í þeim tilgangi að komast yfir eftirsóttan hrossamakrílkvóta. Fyrirtækið er sagt hafa hagnast þannig verulega á starfsemi sinni í landinu og síðan notfært sér þekkt skattaskjól til að koma hagnaðinum undan. Rannsóknin hefur hins vegar dregist á langinn vegna lokunar landamæra í COVID-19 faraldrinum og hefur dómari í Namibíu samþykkt að fresta því til sumarloka að fastsetja dagsetningar fyrir réttarhöldin.

Lestu meira um málið í Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -