2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Andlát konu á Suðurlandi talið tengjast COVID-19

Eldri kona með undirliggjandi lungnasjúkdóm lést laust eftir hádegi í gær, talið er að andlátið sé vegna COVID-19 kórónuveirunnar, en það er ekki staðfest.

Fréttablaðið greinir frá andlátinu á forsíðu blaðsins í dag og staðhæfir að andlátið sé vegna COVID-19.  Blaðið leitaði svara hjá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, og Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, sem neituðu bæði að tjá sig um málið.

Samkvæmt heimildum Mannlífs er náinn ættingi konunnar smitaður af COVID-19 kórónaveirunni. Konan, sem búsett var á Suðurlandi, veiktist í síðustu viku og var flutt á gjörgæslu, þar sem hún lést í gærdag.  Fólk í heimabæ konunnar er slegið vegna andlátsins.

Mannlíf hefur ekki fengið staðfest að konan hafi látist vegna COVID-19.

AUGLÝSING


Fyrir átta dögum lést ferðamaður frá Ástralíu úr sjúkdómnum á Húsavík.

Hert samkomubann hefur tekið gildi

Hert samkomubann tók gildi á miðnætti. Felur það í sér að fjöldi við skipulagða viðburði takmarkast við 20 manns. Undanþága er fyrir matvöru- og lyfjaverslanir. Tryggja skal að nánd milli manna sé að minnsta kosti yfir tveir metrar við öll minni mannamót og að aðgengi að handþvotti og handspritti sé gott.

 

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum