2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Andrés bendir á „músagildru“ Bílastæðasjóðs: Telur hana skila borginni 2 milljónum á mánuði

Andrés Jónsson almannatengill vekur athygli á skemmtilegri „músagildru“ Bílastæðasjóðs á Twitter. En að vísu ekki skemmtilegri fyrir buddu þeirra bíleigenda sem leggja í gildruna.

Myndina tekur Andrés út um gluggann á skrifstofu sinni við horn Týsgötu og Lokastígs  í miðbæ Reykjavíkur, en eftir nýlegar framkvæmdir þar er staðan svona, engin bílastæði lengur við Týsgötu, en áður voru þau tvö auk losunarstæðis fyrir Hótel Óðinsvé og Snaps eins og skjáskotið af ja.is hér fyrir neðan sýnir.

Andrés bendir á: „Líta alveg eins út og stæði. M.a.s. P2-gjaldmælir rétt við þau, en það má ekki leggja þarna.“ Telur Andrés að stæðið skili borginni um 2 milljónum í tekjur.

Eins og bannmerkið við byrjun götunnar sýnir þá er bæði bannað að stöðva og leggja þar. Stöðubrotsgjaldið er 10.000 kr., eða 8.900 kr. með afslætti.

AUGLÝSING


Mynd / Skjáskot ja.is

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum