Laugardagur 3. júní, 2023
10.8 C
Reykjavik

Andrés Ingi skýtur fast á forsætisráðherrann: „Katrín Jak hlær að eigin ungliðahreyfingu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þingmaður Pírata, Andrés Ingi Jónsson segir Katrínu Jakobsdóttur hafa hlegið að eigin ungliðahreyfingu á Alþingi.

Andrés Ingi birti myndskeið frá Alþingi þegar vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, var rætt. Í myndskeiðinu er Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata í ræðupúltinu þar sem hún les upp yfirlýsingu ungliðahreyfingar Vinstri grænna þar sem hreyfingin hvetur þingheim til að kjósa með vantraustinu á hinum „stjórnlausa ráðherra“ eins og hreyfingin orðaði það. Þá sést fyrrum formaður Andrésar Inga, en hann gekk úr Vinstri grænum fyrir nokkrum árum og gekk síðar í Pírataflokkinn, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, hlæja í sæti sínu. Túlkaði Andrés Ingi þetta sem svo að hún hafi verið að hlæja að eigin ungliðahreyfingu. Færsluna og myndskeiðið má lesa hér að neðan:

Forsætisráðherra hlær að yfirlýsingu @ungvinstrigraen um #vantraust á Jón Gunnarsson. Í alvöru:

@katrinjak hlær að eigin ungliðahreyfingu. Stay classy @Vinstrigraen!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -